Leiðsögn og samtal um FORA

Leiðsögn og samtal um sýninguna FORA með Guju Dögg Hauksdóttur, arkitekt og Rósu Gísladóttur, myndlistarkonu. Samband byggingar- og höggmyndalistar frá fornu fari, samfélag og helgiathafnir, erkitýpur í byggingarlist og frásagnir í form og rými er á meðal þess sem ber á góma í samtali Guju Daggar og Rósu en aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega […]

Leslyndi með Silju Aðalsteinsdóttur

Leslyndi er viðburðaröð sem hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Silja Aðalsteinsdóttir kemur á Bókasafn Kópavogs að þessu sinni, nestuð nokkrum uppáhaldsbókum sem hún mun fjalla um. Aðgangur er ókeypis og […]

Leslyndi með Þórarni Eldjárn

Leslyndi er viðburðaröð sem hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Þórarinn Eldjárn mætir að þessu sinni á Bókasafn Kópavogs og fjallar um nokkrar af sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis og öll […]

Leslyndi með Pétri Gunnarssyni

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, ríður á vaðið, og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. […]

Rappsmiðja Reykjavíkurdætra

Spennandi og skemmtileg rappsmiðja með Reykjavíkurdætrum fyrir 9 – 12 ára krakka (4. – 7. bekk). Leiðbeinendur eru Ragga Holm og Steinunn Jónsdóttir í Reykjavíkurdætrum en báðar eru þær þaulvanar smiðjustýrur. Í rappsmiðjunni búa krakkarnir til og rappa sína eigin texta, læra um inntak og flæði og flytja lögin sín fyrir hvert annað. Aðgangur er […]