Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.

Slagsmál | Tónleikar

Hljómsveitin Slagsmál býður upp á hádegistónleika á 2. hæð aðalsafns. Öll hjartanlega velkomin. Áhöfn djasstvíeykisins Slagsmál manna slaghörpuleikarinn Þórbergur Bollason og slagverksleikarinn Kormákur Logi Laufeyjarson. Tónlist Þórbergs og Kormáks einkennist af framsækinni og rytmískri djasstónlist í bland við endurunna klassíska tónlist og fjölbreyttar ábreiður. Markmið Slagsmáls í sumar er að semja nýtt efni og gefa […]

Lokahóf Skapandi sumarstarfa

Afrakstur Skapandi sumarstarfa í Kópavogi sumarið 2023 sýndur. Tónlist, sviðslist, myndlist, gjörningar og alls konar. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis. Viðburðurinn er liður í viðburðadagskrá Skapandi sumarstarfa í Kópavogi.

Tilraunakvöld í Molanum

Tilraunakvöld er skemmtileg kvöldstund þar sem sviðslistafólk Skapandi sumarstarfa Kópavogs kemur saman, prufukeyrir nýtt efni og leyfir áhorfendum að skyggnast inn í verk í vinnslu.  Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis. Viðburðurinn er liður í viðburðadagskrá Skapandi sumarstarfa í Kópavogi 2023.

Tvíeykið Hreyfing flytur nýja danstónlist

Splunkuný og forvitnileg danstónlist eftir Baldur Skúlason og Elías Geir Óskarsson. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis. Verkefnið Hreyfing er hljómplata tileinkuð hinum ýmsu hefðum danstónlistar síðustu 50 ára. Í hverju lagi taka tónlistarmennirnir fyrir mismunandi upptökustíla í samræmi við þá undirtegund af danstónlist sem þeir einblína á í hvert sinn. Svo setja þeir lögin […]

Iðunn Einars flytur lög af nýrri breiðskífu

Iðunn Einars semur tónlist sem blandar saman eiginleikum popptónlistar og klassískrar tónlistar.   Í sumar vinnur Iðunn að því að semja heildstæða plötu í fullri lengd og taka upp vel gerð demó sem verða fljótlega eftir sumarið tilbúin til frekari vinnslu og hljóðblöndunar. Hún hyggst færa popptónlist enn meira inn á svið tónsmíða með áherslu á […]

Hljómsveitin Slagsmál í Digraneskirkju

Hljómsveitin Slagsmál flytur tónlist í sunnudagsmessu í Digraneskirkju. Áhöfn djasstvíeykisins Slagsmál er skipuð slaghörpuleikaranum Þórbergi Bollasyni og slagverksleikaranum Kormáki Loga Laufeyjarsyni. Tónlist þeirra einkennist af framsækinni og rytmískri djasstónlist í bland við endurunna klassíska tónlist og fjölbreyttar ábreiður. Markmið Slagsmáls í sumar er að semja nýtt efni og gefa út eina breiðskífu í lok sumars […]

Leiðsögn listamanns

Sunnudaginn 9. júlí kl. 14:00 verður Rósa Gísladóttir myndlistarmaður með leiðsögn um sýninguna Fora í Gerðarsafni. Þegar gengið er inn á sýningu Rósu Gísladóttur vaknar tilfinning um að við séum stödd samtímis á fornum samkomustað og í rústum framtíðarinnar. Í sölunum ríkir ró. Þyngd verkanna veitir okkur jarðtengingu. Eða er hún ógnandi? Súlur sem þessar […]

Ruslaland | Upplestur á nýrri barnabók

Ragnhildur Katla Jónsdóttir les úr glænýrri barnabók sinni Ruslaland, gerð til að vekja umræður og áhuga barna á umhverfisvernd. Sögustundin verður á 1. hæð aðalsafns kl. 10 og aftur kl. 17 og er opin öllum söguþyrstum krökkum og hetjum framtíðarinnar. Barnabókin Ruslaland er gerð til þess að vekja umræður og áhuga barna á umhverfisáhrifum neysluvenja […]