Millimál

Hundum og förunautum þeirra er boðið að snæða Millimál á Hamraborgar Festivali. Á boðstólum verða smáréttir sem henta dýrum af hunda- og mannkyni á sérhönnuðum borðbúnaði. Viðburðurinn er liður í rannsóknarmiðuðu verkefni Agnesar Ársæls og Önnu Andreu Winther þar sem samvist hunda og manna í nútímanum er skoðuð í gegnum fæðu. Millimálið er stund sem […]
Tvö saman

Pola Sutryk og Maja Demska Pola Sutryk er listamaður, matreiðslumaður og hönnuður ætra innsetninga og viðburða. Hún umbreytir fagurfræðilegri næmni og hrifningu af náttúrunni sem hún öðlaðist á barnsaldri í skógum austur-Póllands yfir í myndlist og matreiðslu. Sem stendur er hún með aðsetur í Reykjavík og skipuleggur viðburði, vinnustofur og aðra listræna starfsemi en hún […]
Hetjusögur úr atvinnulífinu

Strategíudagurinn Hinn rómaði Strategíudagur verður haldinn miðvikudaginn 6. september nk. með spennandi viðburði í Salnum, Kópavogi.Í ár er yfirskriftin “Hetjusögur úr atvinnulífinu” þar sem við leggjum áherslu á að heyra og læra af þeim sem standa sig eins og hetjur í ólgusjó atvinnulífsins. Þau sem stíga á stokk eiga það sameiginlegt að hafa komið eftirtektarverðum […]
Kjötkveðjuhátíð

Málverk Einars Lúðvíkssonar blanda ótal stílbrögðum saman með tilvísunum í okkar samtíma. Sýningin er unnin út frá kjötkveðjuhátíðarupplifun tilverunnar, (the carnival sense of the world). Verkin eru súrrealísk, kúbísk og abstrakt í senn og er ætlun þeirra að blanda þessum stílum og hugmyndafræði saman innan um og og á milli verka til þess að fjalla […]
Ljáðu mér eyra

„Ljáðu mér eyra“ (2023) er listasýning sem kannar hlustun með því að rýna í hugtakið. Allir vilja að hlustað sé á þá en ekki allir eru góðir í að hlusta. Þannig myndaðist hugmyndin á bakvið verkið. Hver væri betri hlustandi heldur en mannveran? Einn galli okkar sem hlustendur er að sjálfið flækist fyrir, við jafnvel […]
Solidus Liquidus

Í þessari lifandi og gagnrýnu sýningu mætast íslensk og erlend flóra í matarleifum, þar sem þær sameinast og umbreytast í gegnum ræktun, gerjast og þurrkast í þrívíða og gagnvirka innsetningu sveigjanlegra og hálf sveigjanlegra efna. Verkefnið gefur gestum tækifæri til að líta inn í lifandi heim sem er enn ókunnugur á Íslandi. Gudrita Lape útskrifaðist […]
Strawberry Secrets

Jasa Baka býr til viðburðarík ílát. Fyrir henni eru þessir hlutir áframhaldandi lífrænt samstarf þar sem hún þróar samtal milli undirmeðvitaðs eðlis efnanna (leir, málmur, tré, efni), millgöngumanna milli undirmeðvitundarinnar og eigin ómeðvitaða eðlis. Jasa Baka er þverfaglegur listamaður frá Montréal í Kanada með aðsetur í Reykjavík.Hún er með BFA gráðu með sérhæfingu í hönnun […]
Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi

Skapandi sumarstörf í Kópavogi hafa nú klárað sitt átjánda starfsár og voru þar 25 ungmenni á aldrinum 20 -26 ára valin til að sinna listsköpun sinni í sumar. Verkefnin voru fjölbreytt að vanda og má þar nefna sviðsverk, tónlistarsköpun, bókaskrif, hönnun og fleira. Við bjóðum til glæsilegrar uppskeruhátíðar í Salnum í Kópavogi þar sem afrakstur […]
Pönkganga með Dr. Gunna

Föstudaginn 25/08 hefst listahátíðin Hamraborg Festival í þriðja sinn. Á laugardaginn 26/08 verður gamla góða Kópavogs-pönkið í aðalhlutverki. Klukkan 18 leiðir Dr. Gunni PÖNKGÖNGU frá Bókasafni Kópavogs. Farið verður um sements-frumskóg Hamraborgar og sagðar pönksögur og að sjálfssögðu endað í hinni alræmdu Skiptistöð, sem opnuð verður í tilefni dagsins. Strax að göngu lokinni hefjast pönktónleikar […]
Sundur (& Saman)

Nýbreytni, hljómræna, lýrík Splunkuný og ævintýralega spennandi tónlist fyrir harmonikku hljómar á þessum tónleikum. Jónas Ásgeir Ásgeirsson hefur vakið mikla eftirtekt á undanförnum árum fyrir einstök tök á harmonikkunni og ferskt og áhugavert efnisval. Hann hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlistarflutning sinn og var valinn flytjandi ársins 2022 í flokki sígildrar og samtímatónlistar á […]
Upphaf (& endir)

Sameining, sólarlag, þróun Tvær kynslóðir framúrskarandi tónlistarmanna taka höndum saman á þessum tónleikum. Þau Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari eiga að baki náið samstarf í lífi og leik; Hrafnhildur Marta og Helga Bryndís eru mæðgur og Guðbjartur og Hrafnhildur Marta eru hjón. Hér stíga þremenningarnir í fyrsta sinn […]
Sigling (& Stormur)

Ljóðræna, andhverfa, speglun Dúplum dúó, skipað Björk Níelsdóttur og Þóru Margréti Sveinsdóttur, hefur komið fram víða á undanförnum árum við frábærar undirtektir en dúóið var stofnað árið 2017. Á þessum tónleikum býður dúettinn upp á glænýja tónlist úr ólíkum áttum,en öll eru verkin samin fyrir hljóðheim Dúplum Dúó, rödd og víólu. Hér heyrum við hinn […]