Augaleið

Hvernig sjá dýr öðruvísi en mannfólk? Hvaða liti greina þau? Skiptir máli hvar augun eru staðsett?

Sjónarspil með ÞYKJÓ

Hvernig sjá dýr öðruvísi en mannfólk? Hvaða liti greina þau? Skiptir máli hvar augun eru staðsett? Standa augun kannski á stilkum?

Kraftgalli og kósý

Skífuþeytirinn Kraftgalli tekur á móti gestum í huggulegri suðrænni stemningu í forsal Salarins. Það verður suðræn stemning í Salnum en hljómsveitin Los Bomboneros stígur á stokk kl. 20-21 ásamt Skólahljómsveit Kópavogs. Barinn er opinn.

Harmljóð horfinna hluta – verk í vinnslu

Harmljóð horfinna hluta (Elegìa delle cose perdute) er fjölþjóðlegt sviðslistaverk í þróun en brot úr verki í vinnslu verða sýnd í Gerðarsafni á Vetrarhátíð. Harmljóð horfinna hluta endurspeglar þrá og minningar, rætur og uppruna, það fjallar um siðferðilega útlegð, drauminn um ógerlega afturkomu, reiðina gagnvart tímanum sem gereyðingarafli og landakortið innra með okkur öllum. Sýningin […]

Sundlaugasíðdegi í Salalaug

Boðið verður upp á fjöruga fjölskyldudagskrá í Salalaug, laugardaginn 4. febrúar í tilefni Vetrarhátíðar. Sundballetthópurinn Eilífðin, Einar Aron töframaður, tónlist og frábær stemning. Ókeypis er í laugina frá klukkan 15 til 18 og þátttaka í viðburðum er gjaldfrjáls. Frá 16 – 16.40 leiða systurnar Margrét Erla og Vigdís Perla í sundballetthópnum Eilífðinni sundballetttíma þar sem […]

Silent Diskó

Bókasafnið breytist í fjörugan og hljóðlátan næturklúbb á Safnanótt þegar boðið verður upp á Silent diskó á annarri hæð safnsins en Silent diskó er frábær leið til að upplifa tónlist og rými á glænýjan hátt. Plötusnúður þeytir skífum sem þú færð beint í eyrað í gegnum þráðlaus heyrnartól sem verða á staðnum. Sáraeinfalt er að […]

Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju

Á Safnanótt, inni í rökkvaðri Kópavogskirkju, mun hljóðverk Þórönnu Björnsdóttur, Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju, hljóma á klukkutímafresti kl. 18.30, 19.30, 20.30, 21.30 og 22.30.

Söngleiðsögn á Safnanótt

Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran, bregður ljósi á sýninguna Að rekja brot (Tracing Fragments) í gegnum tónlist og söng. Leiðarstef og viðfangsefni sýningarinnar eru raddir hinna undirokuðu og jaðarsettu þar sem fléttast saman brotakenndar og margradda sögur af kynþáttafordómum og kúgun. Hildigunnur leitar í tónlistararf og frásagnir ólíkra menningarheima en listafólkið sem rekur brot á rætur í […]

Klemmdur í Y Gallery

Y gallery opnar eftir endurbætur á rýminu. Galleríið verður opið frá 18:00 – 22:00 á Safnanótt. Myndlistarmaðurinn Örn Alexander Ámundason mun flytja gjörninginn Klemmdur kl. 19:30 en gjörningurinn var sýndur á Gjörningaþoku í Listasafni Reykjavíkur í mars 2022 og á gjörningahátíðinni A! á Akureyri í september 2022. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin en gjörningurinn […]

Blöðrudýrasmiðja

Á Safnanótt mæta uppátækjasamir og fjörugir blöðrulistamenn á Bókasafn Kópavogs og kenna krökkum og fjölskyldum þeirra að búa til litskrúðug blöðrudýr og geggjaða blöðruhatta. Smiðjan fer fram á 3. hæð og stendur yfir frá klukkan 20 – 21. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Balloon workshop in Kópavogur Main Library where […]