Opni leikskólinn Memmm

Opinn leikskóli Memmm býður foreldrum/forsjáraðilum og ungum börnum þeirra fjölskylduvæna aðstöðu til þess að leika og hitta aðrar fjölskyldur. Einnig geta fjölskyldur sótt fræðslu um málefni uppeldis og barna. Í opna leikskólanum er velkomið að mæta hvenær sem er á opnunartíma. Starfsfólk tekur vel á móti gestum. Þar geta foreldrar átt gæðastundir með börnum sínum […]
Morgunstund í myndlæsi

Verið hjartanlega velkomin á Morgunstund í myndlæsi fyrir fullorðna föstudaginn 17. október kl. 10:00 í Gerðarsafni, þar sem við tökum fram óvænt verk úr safneign Gerðarsafns og greinum það í sameiningu. Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða í Gerðarsafni, leiðir samræðurnar, sem gestir taka þátt í. Morgunstund í myndlæsi er ný viðburðaröð í Gerðarsafni þar […]
Mangateiknismiðja 12+

Lærðu að teikna í magnastíl í haustfríinu! Í smiðjunni læra þátttakendur að teikna mangahöfuð og einnig svokallað „head rotation“. Ef vel gengur verður líka farið í örlítinn bakgrunn mangateikningar. Guðbrandur Magnússon er teiknari og kennir mangateikningu hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og Nexus. Smiðjan er fyrir 12 ára og eldri.
Jól í hverju lagi – Söngleikjajól Viðlags

Söngleikjakórinn Viðlag syngur inn jólin með miklum tilþrifum! Viðlag hefur getið sér gott orð fyrir kraftmikinn söng og líflegar sviðsetningar. Kórinn velur sín uppáhaldssöngleikjalög og semur við þau texta sem lýsa íslenskum raunveruleika a aðventunni, með öllu því sem einkennir þessa árstíð; jólabókaflóði, gjafainnkaupum, jólasveinaheimsóknum og amstrinu sem fylgir undirbúningi jólanna. Kórstjóri: Axel Ingi Árnason Listrænir […]
Skúlptúr/skúlptúr/performans

Sýningin hvílir á skilum – í titrandi rýmum á milli einnar tilveru og annarrar. Líf okkar er uppfullt af endalausum tilfærslum og breytingum – þöglum eða skyndilegum, lúmskum eða yfirgnæfandi. Augnablikið áður en augnaráð mætast, rýmið á milli líkama á dansgólfinu. Kyrrðin áður en sólin birtir upp svartnættið. Þögnin eftir að hafa yfirgefið herbergi fullt […]
Jólapeysusmiðja með Ýrúrarí

Smiðja þar sem gamlar peysur öðlast nýtt líf sem jólapeysur – í tæka tíð fyrir aðventuna! Smiðjan byggir á skapandi fataviðgerðarsmiðjum textílhönnuðarins Ýrúrarí, þar sem föt öðlast nýtt líf og útlit með mjög einföldum og aðgengilegum aðferðum. Þátttakendur koma sjálfir með peysu, eða flík, sem þeir vilja breyta og ef einhverjar sérstaklega jólalegar hugmyndir hafa […]
quean : kven : queen

quean : kven : queen er nýtt verk úr smiðju tónlistarkonunnar Sóleyjar Stefánsdóttur og leikstjórans Samantha Shay. Sóley og Samantha hafa lengi unnið saman í gegnum tónlist, kvikmyndir og dans og hefur samstarf þeirra síðustu ára litast meðal annars af brennandi áhuga þeirra á viðfangsefnum kvenna (vist-femínisma) og jarðarinnar og þær hliðstæður sem finna má […]
List og náttúra með ÞYKJÓ

List og náttúra með ÞYKJÓ!Þriðja fimmtudag hvers mánaðar fram að áramótum frá 16:00 – 17:00 í Gerðarsafni. Náttúran er magnaður myndhöggvari! Sjórinn slípar steina til, eldgos skilja eftir myndastyttugarða og hellismunnar myndast þar sem ís hefur bráðnað. Vilt þú koma og setja þig í stellingar náttúrunnar og móta landslagsskúlptúr? Smiðjan er leidd af hönnunarteyminu ÞYKJÓ […]
List og náttúra með ÞYKJÓ

List og náttúra með ÞYKJÓ!Þriðja fimmtudag hvers mánaðar fram að áramótum frá 16:00 – 17:00 í Gerðarsafni. Náttúran er magnaður myndhöggvari! Sjórinn slípar steina til, eldgos skilja eftir myndastyttugarða og hellismunnar myndast þar sem ís hefur bráðnað. Vilt þú koma og setja þig í stellingar náttúrunnar og móta landslagsskúlptúr? Smiðjan er leidd af hönnunarteyminu ÞYKJÓ […]
List og náttúra með ÞYKJÓ

List og náttúra með ÞYKJÓ!Þriðja fimmtudag hvers mánaðar fram að áramótum frá 16:00 – 17:00 í Gerðarsafni. Náttúran er magnaður myndhöggvari! Sjórinn slípar steina til, eldgos skilja eftir myndastyttugarða og hellismunnar myndast þar sem ís hefur bráðnað. Vilt þú koma og setja þig í stellingar náttúrunnar og móta landslagsskúlptúr? Smiðjan er leidd af hönnunarteyminu ÞYKJÓ […]
Kvennakraftur í Kópavogi | Læsi á stöðu og baráttu kvenna

Fimmtudaginn 23. október verður haldið málþing á Bókasafni Kópavogs til heiðurs þremur öflugum konum sem störfuðu og/eða bjuggu í Kópavogi, þeim Huldu Dóru Jakobsdóttur, Gerði Helgadóttur og Ástu Sigurðardóttur. Fundarstjóri er Arndís Þórarinsdóttir. Hulda Dóra Jakobsdóttir var meðal annars fyrsta konan á Íslandi sem varð bæjarstjóri, árið 1957 í Kópavogi. Dætradætur Huldu, þær Elín Smáradóttir, […]
Bróderíklúbburinn á Lindasafni

Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga? Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig. Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00. Öll velkomin og heitt á könnunni.