Bjarni Daníel | Söngvaskáld

Forsölu lýkur 10.ágúst!
Salka Valsdóttir | Söngvaskáld

Forsölu lýkur 10.ágúst!
Árný Margrét | Söngvaskáld

Forsölu lýkur 10.ágúst!
Un dur og formerki

Herdís Anna Jónasdóttir, sópran og Bjarni Frímann Bjarnason, píanóleikari frumflytja tvo nýja ljóðaflokka sem og önnur sönglög, þar af nokkur í nýjum útsetningum, eftir tónskáldin Halldór Smárason og Finn Karlsson. Herdís Anna Jónasdóttir sópran, hefur á ferli sínum öðlast mikla reynslu í flutningi á margs konar tónlist, jafnt ljóðasöng sem óperu, kirkjutónlist og belcanto, söngleikjum […]
Allar leiðir liggja til Parísar

París hefur sögulega alltaf verið vagga byltinga en varð á fyrri hluta 20. aldar miðstöð lista og menningar. Fjöldi listrænna hreyfinga fæddist þar, götur og kaffihús borgarinnar urðu goðsagnakenndir samkomustaðir listamanna. Zeynep Ücbasaran og Peter Máté hafa unnið að „Allar leiðir liggja til Parísar: Tónlist fyrir tvö píanó“ síðustu fjögur ár. Verkefnið inniheldur tónsmíðar eftir […]
Hugleiðingar um jökulvatn og ást

„Hugleiðingar um jökulvatn og ást“ er lagaflokkur eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, byggður á ljóðabók Ingunnar Snædal, „Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást“ frá árinu 2006. Í þremur sms-ljóðum, sem eru vistuð en ekki send, lýsir ung stúlka tilfinningum sínum til annarrar stúlku. Henni er fylgt eftir í hversdagsleikanum, þar sem segir frá ýmsu; dauða […]
Dáland

John Dowland (1563–1626) og Henry Purcell (1659–1695) voru áhrifamikil ensk tónskáld sem voru meistarar í að semja flóknar, fallegar og tilfinningaríkar laglínur. Heiða Árnadóttir, söngkona, Eiríkur Orri Ólafsson, trompetleikari, og Róberta Andersen, rafgítarleikari, ætla að flétta þessar laglínur inn í nýjan hljóðheim og sameina það gamla og nýja í fallegu tónlistar ferðalagi. Þau munu endurskapa […]
Tónfölsunarverkstæðið

Heimurinn þekkir sögur um snjalla málverkafalsara sem eytt hafa ævi sinni í að ná tökum á leik ljóss og skugga 16. aldar, á pensilstrokum Vermeers eða hárnákvæmum hlutföllum da Vincis. En hvað ef þessi glæpsamlega rómantík væri raunar grasserandi í annarri listgrein? Hvað ef einhver þeirra tónverka sem við þekkjum og teljum vera eftir Palestrina, […]
Far vel fley!

Umbra kafa í íslenskan miðaldakveðskap og leitast við að draga hann fram í dagsljósið í eigin útsetningum. Hópurinn vinnur með efni sem á rætur að rekja til íslenskra eddukvæða, sagnadansa og annarra forna texta úr miðaldahandritum, og leggur áherslu á að nálgast textana bæði sem menningararf og sem lifandi sköpunargrunn. Umbra vinnur með textana út […]
Náttúruljóð

Tónleikarnir bjóða uppá fjölbreytni í hljóðfærasamsetningu og efnisvali. Við fáum að heyra flautuna hljóma eina um allskonar undursamlega og spennandi tóna Atla Heimis Sveinssonar í Tónamínútum ásamt frumflutningi verksins „A day in nature“ eftir franska rísandi tónskáldið Corentin Boissier. Að lokum heyrum við trio sónötu eftir risann Claude Debussy sem var skrifuð fyrir flautu, víólu […]
Að endalokum

Að endalokum eru metnaðarfullir og kraftmiklir tónleikar sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hljóðfæraleikarar tónleikanna eru ungt og framúrskarandi tónlistarfólk frá Íslandi, Bandaríkjunum og Nýja Sjálandi. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af þremur meistaraverkum 20.aldarinnar. Þau eru öll skrifuð í kringum stríðsárin, en þar má þó sérstaklega nefna aðalverk tónleikanna, kvartett Messiaen fyrir endalok tímans. […]
Saga Garðars & Snorri Helga | Af fingrum fram

Nældu þér í miða á forsöluverði út 10.ágúst!