Hrekkjavökuperl

Í haustfríinu ætlum við að bjóða upp á hrekkjavökuperl á bókasafninu. Notalegt andrúmslögt og öll velkomin.

Skiptimarkaður fyrir hrekkjavökubúninga

Verið velkomin á búningaskiptimarkað á hrekkjavökunni!  Á aðalsafni verður hægt að skiptast á hrekkjavökubúningum í öllum stærðum og gerðum. Gefðu gömlum búningum framhaldslíf og/eða taktu með þér annan í staðinn.

Skrímslasmiðja

Komdu og teiknaðu íslensku skrímslin og hjálpaðu okkur að skreyta barnadeildina fyrir Hrekkjavökuna. Í aðdragandanum að Hrekkjavökunni bjóðum við krökkum að koma og teikna fyrir okkur skrímslin úr íslensku þjóðsögunum.  Getur þú teiknað hræðilega skrímslahvalinn Rauðhöfða? Eða skelfilegan útburð? Skoffín eða Skuggabaldur? Endilega kíktu í smiðju hornið og kynntu þér fróðleik um íslensku skrímslin og […]

Foreldramorgunn

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns, tvo fimmtudaga í mánuði.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Tilvalið tækifæri til að hitta aðra foreldra með ung börn og dvelja á safninu í ró og næði.Aðgangur […]

Heimstónlist á bókasafninu | tónleikaröð

Venesúelsk þjóðlagatónlist á selló og quatro Dúettinn Galaxia Paraíso skipa tónlistarfólkið Algleidy Zerpa Canas og Alfredo Flores frá Venesúela. Þau eru búsett á Íslandi þar sem þau starfa að tónlist samhliða verkefnum tengdum kennslu og starfi með börnum og ungmennum. Algleidy spilar á selló, en Alfredo leikur á lítið strengjahljóðfæri upprunnið í Suður Ameríku sem […]

Heimstónlist á bókasafninu | tónleikaröð

Elham flytur okkur persneska tóna í tónleikaröð á Bókasafni Kópavogs sem tileinkuð er heimstónlist. Tónleikaröðin er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus. Frítt inn og öll velkomin með húsrúm leyfir. Elham Fakouri (hún/hennar) er persnesk tónlistarkona sem býr í Reykjavík. Hún útskrifaðist með meistaragráðu úr Sköpun, miðlun […]

Haltu mér – slepptu mér: lestur og bókaval ungmenna

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Lestur og bókaval ungmennaJón Geir Jóhannsson, sérfræðingur frá Nexus, ræðir við foreldra um lestur og bókaval unglinga eins og það birtist þeim í Nexus.  Hvað eru […]

Haltu mér – slepptu mér: kvíði ungmenna

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Kvíði ungmennaBerglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, ræðir um einkenni kvíða, hvað hægt er að gera til að aðstoða ungmenni með kvíða og forvarnir gegn honum. Berglind […]

Haltu mér – slepptu mér: karlmennskuhugmyndir og orðræða ungmenna

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga með áherslu á áskoranir í nútímasamfélagi. Karlmennskuhugmyndir og orðræða ungmennaÞorsteinn V. Einarsson, kennari og kynjafræðingur, fjallar um skaðlegar karlmennskuhugmyndir, orðræðu ungmenna, algóritma samfélagsmiðla og hvernig er hægt að skapa og styðja við […]

GÍA | Sýningaropnun

Sýning á verkum Gígju Guðfinnu Thoroddsen, eða Gíu, sem var listamaður hátíðarinnar árið 2017, af tilefni þess að Safnasafnið vinnur nú að bók um ævistarf hennar. Sýningin verður í Stúdíói Gerðar og opnar sunnudaginn 20. október klukkan 16:30. Þann 10. nóvember verður svo útgáfuhóf bókarinnar um Gíu, fylgist með! Gígja Guðfinna Thoroddsen, Gía, (1957-2021) bjó […]

SMÖRREGAMI | Kvöldstund í Gerðarsafni

SMÖRREGAMI er hugguleg kvöldstund fyrir fullorðna þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast origami, og njóta léttra veitinga með japönsku ívafi! Listsmiðjan er hugsuð sem skapandi og heildræn upplifun fyrir fullorðna, undir handleiðslu Yasuka Kawakami, sem kynnir gesti fyrir listinni að gera origami frá heimalandi sínu Japan. Þátttakendur læra að gera origami og búa […]

Haustfrí | Origami smiðja fyrir börn

Velkomin í fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum japanskt origami! Í haustfríinu verður boðið upp á skemmtilega og skapandi fjöltyngda smiðju í Gerðarsafni ‏þar sem ‏þátttakendur á öllum aldri fá að kynnast origami, japanskri listhefð, ‏þar sem pappír er brotinn í litla skúlptúra. Þátttakendur læra að fylgja einföldum leiðbeiningum og enda svo á […]