Holl fæða | Foreldramorgunn

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, heilsufyrirlesari og rithöfundur, fræðir foreldra um holla og næringaríka fæðu fyrir yngstu börnin. Foreldramorgunninn fer fram í fordyri Salarins, tónlistarhúss. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.  Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Lestur og þroski ungra barna| Foreldramorgunn

Ingibjörg Pálmadóttir lestrarfræðingur og kennsluráðgjafi grunnskóladeildar mun fjalla um lestur og áhrif lesturs á þroska barna. Hvenær á að byrja að lesa fyrir börn? Foreldramorgunninn fer fram í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í […]

Umhirða ávaxtatrjáa

Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, fjallar um umhirðu ávaxtatrjáa sem þrífast hérlendis. Fjallað verður um ræktun þeirra og klippingu. Viðburðurinn fer fram á 2. hæð aðalsafns. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Ræktun krydd- og matjurta | Lindasafn

Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, fjallar um sáningu og ræktun krydd- og matjurta. Sagt er frá mismunandi tegundum og afbrigðum og á hvaða árstíma er vænlegast að sá til hverrar tegundar. Þátttakendur fá fræðslu um hvaða ræktunaraðstæður og hvaða aðföng þarf til að ná góðum ræktunarárangri. Fjallað verður um ferlið frá sáningu að neyslu og […]

Vorverkin í garðinum

Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, fjallar um trjá- og runnaklippingar og vorverkin í garðinum Viðburðurinn fer fram í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Skiptimarkaður fyrir öskudagsbúninga

Gefðu gömlu búningunum framhaldslíf og taktu með þér annan í staðinn ef þú vilt! Það má bæði skilja eftir og/eða taka búning, án allra kvaða. Ýtum undir hringrásarhagkerfið! Skiptimarkaðurinn er staðsettur við sjálfsafgreiðsluvélar á 2. hæð aðalsafns og stendur frá 7.-14. febrúar.

Bókamerkja-origamismiðja | Vetrarfrí

Komdu og föndraðu origami-bókamerki með Guðrúnu Helgu Halldórsdóttur. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Allir viðburðir aðalsafns í vetrarfríi verða í Huldustofu á 3. hæð. Vetrarfrí í grunnskólum Kópavogs 19. febrúar 11:00 | Bíósýning: Múlan13:00 | Bókamerkja-origamismiðja 20. febrúar 11:00 | Bíósýning: Herkúles13:00 | Korta- og merkimiðasmiðja

Bíósýning: Herkúles | Vetrarfrí

Komdu og horfðu á Herkúles. Við breytum Huldustofu í lítinn bíósal og höfum kósí. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Allir viðburðir aðalsafns í vetrarfríi verða í Huldustofu á 3. hæð. Vetrarfrí í grunnskólum Kópavogs 19. febrúar 11:00 | Bíósýning: Múlan13:00 | Bókamerkja-origamismiðja 20. febrúar 11:00 | Bíósýning: Herkúles13:00 | Korta- og merkimiðasmiðja

Bíósýning: Múlan | Vetrarfrí

Komdu og horfðu á Múlan. Við breytum Huldustofu í lítinn bíósal og höfum kósí. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Allir viðburðir aðalsafns í vetrarfríi verða í Huldustofu á 3. hæð. Vetrarfrí í grunnskólum Kópavogs 19. febrúar 11:00 | Bíósýning: Múlan13:00 | Bókamerkja-origamismiðja 20. febrúar 11:00 | Bíósýning: Herkúles13:00 | Korta- og merkimiðasmiðja

Korta- og merkimiðasmiðja | Vetrarfrí

Komdu og föndraðu kort og merkimiða úr gömlum bókum. Gefum gömlu bókunum nýtt líf með því að endurnýta þær í falleg kort og merkimiða í föndursmiðjunni okkar. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Allir viðburðir aðalsafns í vetrarfríi verða í Huldustofu á 3. hæð. Vetrarfrí í grunnskólum Kópavogs 19. febrúar 11:00 | Bíósýning: Múlan13:00 | […]

List og náttúra

List og náttúra í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs Einföld smiðja eða leiðsögn fyrir börn miðvikudaga frá kl. 15-17 í Gerðarsafni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi. Náttúran verður skoðuð […]

DJ Ívar Pétur á Krónikunni

Það verður auðvitað opið á Krónikunni í Gerðarsafni á Safnanótt fram eftir kvöldi þar sem hægt verður að fá sér smárétt og drykk; frá 20:30 til 23:00 mun DJ Ívar Pétur sjá um tónlistina. Sjáumst á Safnanótt.