26.ágú 18:00 - 19:00

Pönkganga með Dr. Gunna

Menning í Kópavogi

Gangan hefst við Bókasafn Kópavogs og síðan verður gengið um Hamraborgina

Föstudaginn 25/08 hefst listahátíðin Hamraborg Festival í þriðja sinn. Á laugardaginn 26/08 verður gamla góða Kópavogs-pönkið í aðalhlutverki. Klukkan 18 leiðir Dr. Gunni PÖNKGÖNGU frá Bókasafni Kópavogs.

Farið verður um sements-frumskóg Hamraborgar og sagðar pönksögur og að sjálfssögðu endað í hinni alræmdu Skiptistöð, sem opnuð verður í tilefni dagsins. Strax að göngu lokinni hefjast pönktónleikar í Catalínu með Fræbbblunum, Sóðaskap, Dr. Gunna, Boob Sweat Gang og Afterparty Angel.

Ókeypis inn og ókeypis í gönguna. Borðleggjandi dæmi.

Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) er fæddur í Kópavogi árið 1965 og byrjaði snemma að gutla í tónlist eftir að hann gerðist Bítlaaðdándi um miðjan 8. áratuginn. Ákveðin kúvending varð þegar hann heyrði í Fræbbblnum í Kópavogsbíói 1979. Hann kom fyrst fram með hljómsveit (Dordinglar) á sama stað 1980. Síðan þá hefur hann komið víða við, spilað, sungið, samið og fjallað um tónlist.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
23
jan
Salurinn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
jan
Bókasafn Kópavogs
25
jan
19
apr
Gerðarsafn
25
jan
Gerðarsafn
25
jan
Bókasafn Kópavogs
25
jan
Bókasafn Kópavogs
27
jan
01
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira