26.ágú 18:00 - 19:00

Pönkganga með Dr. Gunna

Menning í Kópavogi

Gangan hefst við Bókasafn Kópavogs og síðan verður gengið um Hamraborgina

Föstudaginn 25/08 hefst listahátíðin Hamraborg Festival í þriðja sinn. Á laugardaginn 26/08 verður gamla góða Kópavogs-pönkið í aðalhlutverki. Klukkan 18 leiðir Dr. Gunni PÖNKGÖNGU frá Bókasafni Kópavogs.

Farið verður um sements-frumskóg Hamraborgar og sagðar pönksögur og að sjálfssögðu endað í hinni alræmdu Skiptistöð, sem opnuð verður í tilefni dagsins. Strax að göngu lokinni hefjast pönktónleikar í Catalínu með Fræbbblunum, Sóðaskap, Dr. Gunna, Boob Sweat Gang og Afterparty Angel.

Ókeypis inn og ókeypis í gönguna. Borðleggjandi dæmi.

Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) er fæddur í Kópavogi árið 1965 og byrjaði snemma að gutla í tónlist eftir að hann gerðist Bítlaaðdándi um miðjan 8. áratuginn. Ákveðin kúvending varð þegar hann heyrði í Fræbbblnum í Kópavogsbíói 1979. Hann kom fyrst fram með hljómsveit (Dordinglar) á sama stað 1980. Síðan þá hefur hann komið víða við, spilað, sungið, samið og fjallað um tónlist.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
okt
Bókasafn Kópavogs
21
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
22
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
01
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira