18.feb 13:30

Póstkort og svipbrigði

Salurinn

Tónleikar í forsal Salarins
3500 kr.

Póstkort frá Úkraínu er tónsmíð úkraínska fiðluleikarans Andrii Didorenko byggð á og innblásin af úkraínskum þjóðlögum og dönsum. Þjóðlegur arfur var einnig kveikjan að Árferð Báru Grímsdóttur þar sem hún tvinnar saman hringrás árstíðanna og sólarhringsins. Stemming árstíðanna er fönguð í litum og tónum. Litbrigði, svipbrigði og geðbrigði eru viðfangsefni Kolbeins Bjarnasonar í nýrri tónsmíð í mörgum köflum sem hann vinnur að fyrir dúóið. Tónskáldið sökkti sér ofan í þykka bók með teikningum af svipbrigðum til innblásturs. Hér verður um frumflutning að ræða. Önnur þykk bók, sú um hugvitssama riddarann Don Kíkóta, hvatti Hollendinginn Jurriaan Andriessen til tónsmíða. Í tveimur kansónum lýsir hann ást Don Kíkóta til Dulcineu og baráttu hans við vindmyllur. Ástin svífur líka yfir vötnum í síðrómantískri perlu Mel Bonis. Þrátt fyrir að vera sjálflærð á píanó komst þessi hæfileikaríka kona inn í Tónlistarháskólann í París og lærði þar með m.a. Debussy og Pierné. Hún lét tíðarandann sem var konum ekki hliðhollur ekki stöðva sig og var afar afkastamikið tónskáld. Páll Ragnar Pálsson samdi verk sitt Notre Dame fyrir Laufeyju og Elísabetu árið 2021 og var það frumflutt það ár. Tónsmíðin er íhugul og hljóðheimurinn fagur.

Tónverk íslensku tónskáldanna voru samin fyrir Laufeyju og Elísabetu.

FRAM KOMA

Laufey Sigurðardóttir

Elísabet Waage

Deildu þessum viðburði

21
sep
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

18
sep
Gerðarsafn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
sep
Salurinn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

19
sep
Salurinn
21
sep
Salurinn
24
sep
Salurinn
25
sep
Salurinn
26
sep
Salurinn
27
sep
Salurinn
27
sep
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira