24.sep 13:00 - 14:30

Rákir – að teikna hreyfingu

Gerðarsafn

Listsmiðja fyrir fjölskylduna með Rán Flygenring teiknara og Katrínu Gunnarsdóttur danshöfundi.

Samspil teikningar og hreyfingar er í brennidepli, þar sem leikið er með í spuna hvernig ólíkir miðlar, danslist og myndlist, hafa áhrif hvor á annan.

Byrjað er á stuttri sýningu þar sem listakonurnar sýna nemendum sitt samstarf. Að sýningu lokinni er unnið með þátttakendum í vinnusmiðju þar sem þau prófa sig áfram með að teikna hreyfingu og hreyfa sig eftir teikningum.

Unnið er í pörum, þar sem þátttakendur teikna munstur, orð, teikningar og vinna með í hreyfingu. Í vinnusmiðjunni leikum við okkur með hugtök sem áhrifagjafa í teikningu og hreyfingu: form, liti, tilfinningar og tempó og virkjum þannig ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Rán Flygenring er af norskum og íslenskum uppruna, fæddist í Osló og ólst upp í Reykjavík. Rán starfar sem sjálfstætt starfandi teiknari og myndhöfundur. Rán hefur gefið út hátt í annan tug bóka á Íslandi og í Þýskalandi, bæði ein og í samstarfi við aðra höfunda og bækur hennar og samstarfsfólks verið þýddar á fjölda tungumála. Rán hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

Katrín starfar sem danshöfundur, dansari, rannsakandi og kennari. Í verkum sínum fæst hún meðal annars við mýktina, hið hljóðláta, síbreytilegt flæði, vinnu dansarans og líkamann sem safn hreyfinga. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og sýnt víðsvegar um Ísland og í Evrópu.  Ásamt því að þróa eigin verk starfar hún með sviðslistahópnum Marble Crowd og teiknaranum Rán Flygenring. 

Deildu þessum viðburði

20
apr
Gerðarsafn
04
maí
Menning í Kópavogi

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

16
apr
Bókasafn Kópavogs
17
apr
Bókasafn Kópavogs
17
apr
Bókasafn Kópavogs
17
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
18
apr
Bókasafn Kópavogs
18
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Holl fæða

19
apr
Salurinn
20:00

KLARA ELÍAS

20
apr
Gerðarsafn
21
apr
Salurinn
04
maí
Salurinn
06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

20
apr
Gerðarsafn
24
apr
Gerðarsafn

Sjá meira