30.apr 13:25

Spunatónleikar í Gaukmánuði || 1/3

Salurinn

Fyrsti hluti spunaþríleiks Davíðs Þórs sem mun spanna hálft ár
5.000 kr.

Tónskáldið, píanóleikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Davíð Þór Jónsson er staðarlistamaður Salarins árið 2023. Davíð Þór mun af því tilefni bjóða upp á þrenna spunatónleika árið 2023 í Salnum sem teygja sig yfir hálft ár. Allir tónleikarnir fara fram á sunnudegi þegar sólin er hæst á lofti og þegar mánuðir eru við það að renna saman. Fyrsti viðburðurinn fer fram á Alþjóðlega jazzdeginum 30. apríl, miðþáttur í ágústlok og tónleikaveislunni lýkur 29. október en saman munu þessir tónleikar mynda eina lífræna heild.

Hverjir og einar tónleikar einkennast af ævintýrum, forvitni og opnum huga þar sem tónlistarmaðurinn bregst við hljómi Salarins, andrúmslofti gesta, veðrabrigðum og árstíðabundnum sveiflum, hann sækir í tónlistararfleifð og uppsprettur, snýr út úr, fléttar áfram, tvinnar saman stefjum, hljómum og takti, splunkunýjum og eldgömlum. Báðir flyglar Salarins verða nýttir í óvissuferðinni, voldugir Steinway-flygill og Bösendorfer þar sem tónlistarmaðurinn leikur hvort tveggja á hljómborð þeirra og innviði.

Viðburðurinn tekur um tvær klukkustundir. Óhætt er að lofa geysispennandi óvissuferð um lendur tónlistarsögunnar.

Hægt er að kaupa áskrift á alla þrjá tónleika raðarinnar á 10.000 kr.


Dav­íð Þór er á með­al fjöl­hæf­ustu tón­list­ar­manna lands­ins, jafn­víg­ur á pí­anó­leik, spuna, tón­smíð­ar og hljóm­sveit­ar­stjórn auk þess sem hann leik­ur á ógrynni hljóð­færa. Hann hef­ur leik­ið með flest­um tón­list­ar­mönn­um lands­ins og spil­að á tón­list­ar­há­tíð­um um all­an heim.

Dav­íð Þór hef­ur gert tónlist og hljóð­mynd­ir fyr­ir fjölda leik­sýn­inga. Hann hef­ur einnig tón­sett út­varps­leik­rit og sjón­varps­verk af ýmsu tagi auk þess að semja tónlist fyr­ir dans­verk.. Hann hef­ur einnig unn­ið náið með sviðslista­fólki og mynd­list­ar­mönn­um og mætti þar helst nefna Ragn­ar Kjart­ans­son, en sam­an hafa þeir skapað þrjú tón­list­ar- og mynd­bands­verk:­ Guð (Sorgin sigrar hamingjuna) frá 2007; The End, fram­lag Ís­lands á Fen­eyj­art­víær­ingn­um árið 2009 og The Visitors frá 2012. Davíð Þór samdi tónlist við kvikmyndir Benedikts Erlingssonar, Hross í oss og Kona fer í stríð en fyrir þá tónlist hefur hann hlotið fjölda verðlauna, má þar nefna Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin og Aubagne-verðlaunin.

FRAM KOMA

Davíð Þór Jónsson

Spunameistari

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Salurinn

08
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn
14
sep
Salurinn
27
sep
Salurinn
28
sep
Salurinn
29
sep
Salurinn
29
sep
Salurinn
03
okt
Salurinn

Sjá meira