02.sep 12:00 - 14:00

Together | Fjöltyngd listsmiðja

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Í samstarfi við hjálparsamtökin Get Together og Félag kvenna frá Marokkó.

Fjöltyngd listsmiðja fyrir fólk á öllum aldri, börn og fullorðin. Leiðbeinendur eru listakonurnar Yara Zein og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

Í smiðjunni verða arabísk leturtákn innblástur fyrir listaverk sem þátttakendur geta tekið með sér heim að henni lokinni. Þátttakendur læra nokkur grunnatriði í arabískri leturgerð og öðlast dýpri skilning á tungumálinu og leturtáknum. Allur efniviður verður á staðnum; stenslar, pappír og marglitir pennar. Hvorki er krafist þekkingar á arabísku stafrófi né bakgrunns í listum.

Boðið verður upp á te, kruðerí og hennatattú á meðan á smiðju stendur í samstarfi við Félag kvenna frá Marokkó.

Um klukkan 13:30 mun tónlistarfólkið Tabit Lakh og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir leiða seiðandi arabíska sveiflu.

Verið öll hjartanlega velkomin. Aðgangur er ókeypis.

Smiðjan er haldin í samstarfi við hjálparsamtökin Get Together og Félag kvenna frá Marokkó og er hluti af haustfögnuði Menningarhúsanna í Kópavogi. Markmið smiðjunnar er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum, flóttafólk, umsækjendur um alþjóðlega vernd, innflytjendur og fólk, fætt á Íslandi.

_________

Join us at Kópavogur Natural History Museum for an exciting workshop that brings together cultures through the art of Arabic calligraphy!

Facilitated by artists Ingunn Fjola Ingþórsdóttir, Yara Zein as well as volunteers, this workshop offers a chance for attendees to explore the beauty of Arabic calligraphy and learn the basics in a fun and interactive environment.

Participants will be provided with materials including stencils, paper, and markers, and will have the opportunity to create their own unique pieces of calligraphy art.

The goal of this workshop is to promote intercultural understanding and provide a space for refugees and Icelanders to come together and create something beautiful. Attendees will leave with a deeper appreciation for Arabic calligraphy and the opportunity to take home their own calligraphy pieces as a keepsake.

Don’t miss this exciting opportunity to connect with others and learn about different cultures through the art of Arabic calligraphy!

Tea, cakes, henna-tattoo and live music.

In collaboration with Moroccan Women’s Society in Iceland. Musicians: Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir and Tabit Lakkh.


Deildu þessum viðburði

09
des
Gerðarsafn
13:00

Vetrarórói

09
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

26
nóv
17
des
Menning í Kópavogi
06
des
Menning í Kópavogi
06
des
Bókasafn Kópavogs
06
des
Gerðarsafn
06
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Gerðarsafn
Foreldramorgnar
07
des
15
des
Salurinn
09
des
Gerðarsafn
13:00

Vetrarórói

22
des
Salurinn
20:30

Jól & næs

08
jan
13
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira