22.nóv 2025 13:00 - 15:00

Together | Pólsk listsmiðja | Wycinanka

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum pólsku útklippiaðferðina Wycinanka!

Í smiðjunni verður þátttakendum boðið að klippa út mynstur í anda pólskrar alþýðulistrar, wycinanka. Þátttakendur fá tækifæri til að fræðast um þ‏essa aldagömlu handverksaðferð ‏þar sem litríkur pappír er klipptur í mynstur sem ý‎mist sækja innblástur til náttúrunnar, geometríu eða mynda úr sveitalífi. Löng hefð er fyrir ‏því að prý‎ða heimili, kirkjur og samkomustaði með skreytingum af ‏þessu tagi á stórviðburðum og hátíðum. Leiðbeinendur eru pólsku myndlistarmennirnir Weronika Balcerak og Lukas Bury

Smiðjan hentar öllum aldri og er hvorki krafist þekkingar á pólsku né bakgrunns í listum. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar. Gert er ráð fyrir að börn mæti í fylgd fullorðinna. Smiðjan er á íslensku, ensku og pólsku.

Markmið þessarar smiðju er að efla þvermenningarlegan skilning og skapa rými fyrir fólk af ólíkum uppruna til að koma saman og skapa eitthvað fallegt. Smiðjan er liður í viðburðaröð sem er skipulögð í samstarfi Menningarhúsanna í Kópavogi og GETU – hjálparsamtaka.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Deildu þessum viðburði

17
jan
Gerðarsafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
09
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

10
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Salurinn
14
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

17
jan
Gerðarsafn
04
feb
02
maí
Gerðarsafn

Sjá meira