Ljóslistaverkinu Umbrot 2026 verður varpað á Kópavogskirkju. Listamaðurinn sem hannaði verkið í ár er Hekla Dögg Jónsdóttir.
Í lýsingu verksins segir: Form kirkjunnar kallast á við nátturuleg form hafíss sem brotar þegar er ísbrjótur siglir hægfara í gegn um ísbreiðunna. Formin umbreytast og eru á stöðugri hreyfingu og skarast á við form kirkjunnar.
Athugið að verkinu er varpað bæði 6. og 7. febrúar frá 18 til 23
Hekla Dögg Jónsdóttir nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk BFA- og MFA-gráðu frá California Institute of the Arts; hún hefur einnig stundað nám í Þýskalandi og Maine í Bandaríkjunum.
Hekla er stofnandi Kling & Bang gallerísins, starfað sem sýningarstjóri og kennt við Listaháskólann í Íslands. Töfrar eru leiðarstef í verkum Heklu þar sem hún leitast við að fanga „fullkomnu augnablikin“ þegar dásamlegir hlutir birtast óvænt og á ólíklegustu stöðum.


















