Leyfðu sköpunarkraftinum og tilraunagleðinni að njóta sín í ,,Vísindaföndri með Jóu“ á Safnanótt í Kópavogi. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá menningarhúsanna á Safnanótt í Kópavogi.
Í boði verður að föndra nokkrar einfaldar og skemmtilegar tilraunir og uppgötva á sama tíma hvað er að eiga sér stað. Vísindaföndrið mun standa yfir frá kl. 18:00–20:00 og geta gestir því staldrað við stutt eða lengi á því tímabili.
Þetta er fyrir forvitið fólk á öllum aldri en hentar sérstaklega vel krökkum frá 6–12 ára.
Aðgangur er ókeypis.
Öll velkomin.






















