24.mar 2024 13:30

Vor og regn

Salurinn

2.600 - 5.200 kr.

Eggert Reginn Kjartansson tenór, Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari tengja saman sónötur og sönglög eftir Beethoven og Brahms. Boðskapur tónleikanna er að öll él birtir upp um síðir og þrátt fyrir erfiðleika og áföll heldur lífið
alltaf áfram og allt getur blómstrað á ný.

Í ljóðaflokknum An die ferne Geliebte syngur söngvarinn óð til ástarinnar sinnar, sem er víðs fjarri. Fimmta ljóð flokksins fjallar um vorið sem kemur aftur hjá öllum nema sögumanninum og
ástinni hans sem ekki fá að vera saman. Ljóðaflokkurinn endurspeglar kraft ástarinnar og söngsins sem sameinar hjörtu elskendanna þrátt fyrir að fjarlægðin skilji þau að. Vorsónatan
fyrir fiðlu og píanó fylgir svo í kjölfarið í efnisskránni, en vorið og náttúran í tónlistinni tengir þessi tvö verk saman.

Sónata Brahms í G-dúr er oft kölluð Regnsónatan, en ástæða þess er sú að Brahms byggði lokakafla hennar á sönglögum sínum, Regenlied og Nachklang. Fyrra ljóðið kallar fram
fortíðarþrá, löngunina til hverfa aftur til einfaldari tíma. Seinna ljóðið er huggunarljóð og regnið verður táknmynd erfiðleika en um leið nýs upphafs, því að eftir regnið mun sólin snúa aftur og grasið verður grænna en nokkru sinni fyrr.

Efnisskrá:
Ludwig van Beethoven
An die ferne Geliebte op. 98
Sónata nr. 5 í F-dúr fyrir píanó og fiðlu, op. 24 (Vorsónatan)

Johannes Brahms
Úr lagaflokki op. 59
Regenlied
Nachklang
Mein wundes Herz verlangt nach milder Ruh
Dein blaues Auge hält so still

Sónata nr. 1 í G-dúr fyrir píanó og fiðlu, op. 78

Tónleikarnir eru í samstarfi við Salinn í Kópavogi og styrktir af Tónlistarsjóði.

FRAM KOMA

Eggert Reginn Kjartansson

Sólveig Steinþórsdóttir

Þóra Kristín Gunnarsdóttir

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
06
nóv
Bókasafn Kópavogs
06
nóv
Bókasafn Kópavogs
06
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

02
nóv
25
apr
Salurinn
13
nóv
Salurinn
14
nóv
Salurinn
23
nóv
Salurinn
26
nóv
Salurinn
27
nóv
Salurinn
29
nóv
Bókasafn Kópavogs
30
nóv
Salurinn
05
des
Salurinn

Sjá meira