Fjölskylduganga á umhverfisdegi Kópavogs

Hin árlega fjölskylduganga á umhverfisdegi Kópavogs fer fram laugardaginn 11. september. Markmiðið er að gefa Kópavogsbúum færi á að kynnast nokkrum af helstu náttúruperlum og menningarminjum bæjarins.
mynd220.jpg
Umhverfisráð Kópavogs stendur fyrir deginum. Brottför verður frá Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 11:00. Gengið verður niður á Kópavogstún, síðan um Borgarholt og loks er hringnum lokað með heimsókn á Náttúrufræðistofu Kópavogs. Með í för verða Birgir Hlynur Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs, Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs og Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri. Gangan tekur um það bil klukkutíma. Hún verður krydduð með fjöri og fróðleik fyrir alla aldurshópa. Ömmur, afar, mömmur og pabbar eru hvött til að taka börnin með. Að lokinni göngu verður þátttakendum boðið upp á grillaðar pylsur og gos við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Allir eru velkomnir!

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Gerðarsafn

Sjá meira