Furðusteinar til sýnis

Í anddyri Náttúru- fræðistofunnar eru oft haldnar litlar sýningar á ákveðnum viðfangs- efnum. Á síðasta ári var t.d. kynntur þar fugl mánaðarins og mæltist það vel fyrir. Nú er áherslan á íslenskar ferskvatnsmarflær og það sem við köllum furðusteina. Um er að ræða steina, oft af erlendum uppruna, sem teljast á einhvern hátt sérstakir eða óvenjulegir.

Nú er til sýnis furðusteinninn aventúrín kvarsít. Hann er talinn hafa róandi áhrif og stuðla að velgengni manna. Tíbetsk fræði segja steininn lækna nærsýni. Steinninn er einnig lofaður af spilafíklum og sagður færa eigandanum heppni að því tilskyldu að hann beri steininn í vinstri buxnavasa. 
Aventúrín kvarsít (aventurine quartzite) er bergtegund úr kvarsíti (samlímd korn úr kvarsi, SiO2) með krómríku múskóvíti sem einnig er kallað glimmer. Það er krómið sem gefur græna litinn og einkennandi skelplötugljáa. Til eru ýmis litarafbrigði af bergtegundinni, t.d. rautt, gult, brúnt, blátt og grátt. Bergtegundin finnst ekki á Íslandi, en helstu fundarstaðir eru á Indlandi, Spáni, í Síle, Brasilíu og Noregi.
Aventúrín kvarsít er töluvert notað í skartgripi og smíði skrautmuna á borð við vasa, skálar og styttur.
Nafnið á bergtegundinni er að stofni til ítalskt (avventurina) og merkir áhætta eða tilviljun og tengist glergerðarmönnum í Feneyjum á 18. öld. Koparsáldur mun hafa fyrir slysni komist ofan í glerdeiglu en við það varð til gler sem stirndi óvenju mikið á og glitraði. Upp frá því hófst framleiðsla á aventúrín gleri, glitrandi gleri, þar sem málmum á borð við kopar eða króm er bætt út í kísilsýrusallann sem er uppistaðan í öllu gleri.
Aventúrín kvarsít er talið hafa róandi áhrif og stuðla að velgengni manna. Tíbetsk fræði segja steininn lækna nærsýni. Steinninn er einnig lofaður af spilafíklum og sagður færa eigandanum heppni að því tilskyldu að hann beri steininn í vinstri buxnavasa.
Steinninn er gjöf Bjarna Eriks Einarssonar
20110308115604816051.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR