Góð gjöf til Náttúrufræðistofunnar

Guðríður Gísladóttir, Kópavogsbúi til margra ára, hefur fært  Náttúrufræði- stofu Kópavogs myndarlegt steina- safn að gjöf, sem mikill fengur  er að.
Steinunum söfnuðu hún og eiginmaður hennar, Haukur heitinn Einarsson, víða um land. Um er að ræða gott úrval kristalla og annarra steina en einnig fylgdu dýrmætar upplýsingar um fundarstaði sem oft vilja týnast eða gleymast í söfnum af þessu tagi.
Í safninu er m.a. mjög gott eintak af steingerðum trjábút úr jaspis ásamt óvenju góðu eintaki af steingerðri skel með sykurbergi.  Steinagjöfin verður væntanlega til sýnis á Kópavogsdögum í maí, en einnig stendur til að sýna ýmis verk sem Haukur vann í stein. Haukur var listfengur og leikinn í höndunum og eftir hann liggja athyglisverðir munir úr steini, beini og tré sem vert er að sýna opinberlega.
Guðríður Gísladóttir, Kópavogsbúi til margra ára, færði um daginn Náttúrufræðistofu Kópavogs að gjöf  myndarlegt safn steina og kristalla sem hún og eiginmaður hennar, Haukur heitinn Einarsson, höfðu safnað víðs vegar að af landinu. Að sögn Hilmars J. Malmquist forstöðumanns Náttúrufræðistofunnar er góður fengur að gjöfinni. „Safnið er ekki stórt en úrval kristalla er mjög gott og auk þess fylgdu dýrmætar upplýsingar um fundarstaði sem oft vilja týnast eða gleymast í söfnum af þessu tagi“.
Í safninu er m.a mjög gott eintak af steingerðum trjábúti úr jaspisi og stórt og óvenju gott eintak af steingerðri skel með sykurbergi. Steinagjöfin verður til sýnis á Kópavogsdögum í maí, en einnig stendur til að sýna ýmis verk sem Haukur vann í stein. „Haukur var listfengur og leikinn í höndunum og eftir hann liggja athyglisverðir munir úr steini, beini og tré sem vert er að sýna opinberlega“, segir Hilmar.
20110314131150875774.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
sep
07
sep
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

07
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Úkraínsk útsaumssmiðja

07
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Heilsum hausti

07
sep
Gerðarsafn
14:00

Listasmiðja með Helgu Páleyju

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR