Holað í steininn. Sýning á verkum úr steini, beini og tré

Haldið verður upp á afmælisdag Kópavogs þann 11. maí, kl. 16:00 með opnun sýningar á verkum Hauks Einarssonar, Holað í steininn.
20110510140925214321.jpg
Tilefni sýningarinnar er myndarleg gjöf Guðríðar Gísladóttur, ekkju Hauks heitins, á úrvali steina og kristalla sem þau hjónin söfnuðu og Guðríður færði Náttúrufræðistofunni fyrir skömmu. Í ljós kom að á heimili hjónanna var ekki einungis að finna gott steinasafn, sem nú er að hluta til í eigu Náttúrufræðistofunnar, heldur einnig athyglisvert safn af listmunum eftir Hauk.
Um er að ræða ýmsa muni og gripi sem Haukur meitlaði, svarf og skar í stein, bein og tré. Öll verkin eru unnin í íslenskan efnivið. Hluta þessara verka úr einkasafni Guðríðar býðst almenningi að skoða á sýningunni.
20110510150613077953.jpgAf handbragði Hauks heitins er ljóst að hann var mjög hagur í höndum, listfenginn og þolgóður. Sérstaka athygli vekja steinverkin en fáir hafa haft kunnáttu og þolgæði til að vinna í íslenskan stein.
Haukur byrjaði strax á fermingaraldri að fást við handverk og hélt þeirri iðju áfram nær til dánardægurs, liðlega 84 ára. Hann var sjálfmenntaður á listasviðinu, stóð utan við listamannahópa og stílinn hans má flokka undir alþýðulist (naivism).
Slík list er oft sögð hafa barnslegt og einfalt yfirbragð. Það kann vel að vera og í raun ekki leiðum að líkjast. Jafnframt má segja að slíkur stíll feli í sér tiltekinn hreinleika og hrekkleysi – líkt og börn búa yfir. Það eru eftirsóknarverðir eiginleikar.
Á myndinni hér til hliðar má sjá Hauk við eitt verka sinna.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
sep
07
sep
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

07
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Úkraínsk útsaumssmiðja

07
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Heilsum hausti

07
sep
Gerðarsafn
14:00

Listasmiðja með Helgu Páleyju

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR