Drekafluga á sveimi

Á dögunum bárust starfsfólki Náttúrufræðistofunnar fregnir af drekaflugu á sveimi í húsagarði við Kambsveg í Reykjavík, skammt frá Sundahöfn. Drekaflugan náðist ekki en heimilisfólkið náði ágætum ljósmyndum af henni. Ekki var hægt að greina hana til tegundar af ljósmyndunum en af þeim má ráða að um 10 cm langt dýr var að ræða.
drekafluga-fors.jpg
Drekaflugur tilheyra ættbálki vogvængja (Odonata) sem eru stór hraðfleyg skordýr með stór augu, stutta fálmara, samanrekinn frambol og langan grannan afturbol. Á frambolnum sitja sterklegir fæturnir og tvö pör stórra vængja með þéttriðið æðanet. Eitt af einkennum drekaflugna er að þær halda vængjunum lárétt út frá bolnum í hvíld.
Gyðlurnar (ungviðið) lifa í vatni. Þær eru rándýr og veiða smærri dýr sér til matar. Fullorðnu dýrin eru einnig rándýr og fanga bráð sína á flugi. Flughæfni drekaflugna er mikil í samanburði við önnur skordýr. Þær geta flogið beint áfram, afturábak, lóðrétt upp og niður og til hliðanna.
Drekaflugur eru sjaldséðir flækingar á Íslandi. Öðru hverju berast þær með varningi frá útlöndum, en einnig eru dæmi um að tegundin Hemianax ephippiger hafi borist með vindum frá N-Afríku. Drekaflugan á Kambsveginum hefur sennilega borist til landsins með skipi sem lagðist að í Sundahöfn og þaðan farið á flakk í blíðviðrinu.
Á þessari síðu er að finna margar myndir af þessum glæsilegu skordýrum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

24
apr
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

24
apr
Gerðarsafn
12:15

Sjálfsmyndir og minningar

24
apr
12
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

„Hún skín í hjörtum okkar“

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR