Bóka- og tímaritagjöf úr Danaveldi

Í nóvember s.l. tók Náttúrufræðistofa Kópavogs á móti veglegri bóka- og tímaritagjöf frá Vatnalíffræðideild Kaupmannahafnarháskóla.
Náttúrufræðistofa Kópavogs tók í nóvember á síðasta ári á móti veglegri bóka- og tímaritagjöf frá Vatnalíffræðideild Kaupmannahafnarháskóla.
Gjöfin samanstendur af handbókum og alþjóðlegum tímaritum á sviði vatnalíffræði sem er það svið sem Náttúrufræðistofan stundar einkum rannsóknir á. Frumkvæði að gjöfinni átti Pétur M. Jónasson, fyrrverandi prófessor við Hafnarháskóla og forstöðumaður Vatnalíffræðideildarinnar, en hann er Íslendingum að góðu kunnur fyrir rannsóknastörf í Mývatni og Þingvallavatni.  Á myndinni hér að neðan má sjá Friðriksborgarhöll, en hún blasir við út um glugga einnar byggingar Vatnalíffræðideildarinnar.
20120323163005704143.jpg
Nýlega var lokið við að skrá allan bóka- og tímaritakostinn í Gegni og eru upplýsingar um verkin því aðgengilegar á netinu. Verkin eru ekki til útláns en hægt er að fá eintök til láns og nota á staðnum. Fyrsta lánið hefur þegar átt sér stað þegar stúdent við Háskóla Íslands fékk til afnota á staðnum bók frá 1931 um móskítóflugur. Bókatitlarnir eru alls 495 en bækurnar um 560 talsins. Tímaritin eru 23. Flest verkin eru gömul og voru gefin út á tímabilinu 1850–1950. Elsta bókin er frá 1805 en alls eru 68 bækur frá tímabilinu 1805–1900. Á meðal bókanna eru fágæt og verðmæt verk, auk langra tímaritaraða á sviði vatnalíffræði sem hvergi eru til hér á landi og óvíða annars staðar í Evrópu. Flestar bækurnar eru á ensku, eða 210, 142 á þýsku, 70 á dönsku og 39 á frönsku.
PMJ_HJM.jpgHilmar J. Malmquist fornstöðumaður Náttúrufræðistofunnar veitti gjöfinni viðtöku, en Hilmar þekkir vel til á Vatnalíffræðideildinni í Hillerød þar sem hann stundaði nám á árunum 1985–1992. Á myndinni hér til hliðar eru þeir Pétur M. Jónasson og Hilmar J. Malmquist.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitti Náttúrufræðistofunni styrk til að skrá bóka- og tímaritakostinn og verktakafyrirtækin E. Pihl & Søn A.S. og Ístak hf. sáu um að flytja safnkostinum til Íslands, rúm tvö tonn á fjórum brettum, Náttúrufræðistofunni að kostnaðarlausu. Er þessum aðilum færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Hér má finna lista yfir tímaritin. Eintakafjöldi tímarita er rúmlega 840.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR