Ný grein um áhrif loftslagshlýnunar á fisk í vötnum

Fyrir skömmu kom út yfirlitsgrein í tímaritinu Hydrobiologia þar sem tekin eru saman langtímagögn um fiskirannsóknir í 24 evrópskum stöðuvötnum. Titill greinarinnar er „Impacts of climate warming on the long-termdynamics of key fish species in 24 Europian lakes“. Stærð vatnanna spannar allt frá smávötnum og upp í nokkur afstærstu vötnum álfunnar. Landfræðilega dreifast þau um alla Evrópu frá Íslandi og Finnlandi suður til Spánar.
Fulltrúi Íslands í þessum hópi er Elliðavatn og er byggt á langtímarannsóknum Náttúrufræðistofunnar og Veiðimálastofnunar á silungi, vatnshita og ýmsum öðrum umhverfisbreytum. Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið á fiskistofnum vatna í Evrópu á undanförnum áratugum og sýna breytingarnar sterka fylgni við loftslagshlýnun á tímabilinu. Þannig hafa orðið breytingar á tegundsamsetningu fiska í einstökum vötnum sem og í stærðar- og aldurssamsetningu fiskistofna. Hitaþolnar tegundir hafa sótt í sig veðrið á kostnað þeirra kuldakærari. Í Elliðavatni lítur út fyrir að bleikjan hafi látið undan síga svo um munar vegna hækkandi vatnshita. Umfjöllunin um Elliðavatn í tímaritinu Hydrobilogia er grundvölluð á annarri tímaritsgrein „Salmonid fish and warming of shallow Lake Elliðavatn in Southwest Iceland“ sem starfsmenn Náttúrufræðistofunnar og Veiðimálastofnunar birtu árið 2009.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
Feb
Salurinn
20:00

Vetrarferðin

01
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

01
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
10:30

Myndgreiningarmorgunn

01
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
Feb
21
May
Gerðarsafn
Gerðarsafn_sýning_2023

Að rekja brot

02
Feb
11
Feb
Salurinn
20:30

Katrín Halldóra

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
16:30

Lesið á milli línanna

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
17:00

Silkileiðin

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Safnanótt

03
Feb
Salurinn
20:00

Los Bomboneros

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Vísindasmiðja HÍ

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR