Dagur íslenskrar náttúru – Hjólaævintýri fjölskyldunnar!

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í annað sinn sunnudaginn 16. september næstkomandi.
20120914094601829555.jpg
Nokkur félagasamtök, þ.m.t. Landvernd, efna til Hjólaævintýris fjölskyldunnar í tilefni dagsins, sem jafnframt markar upphaf Evrópsku samgönguvikunnar. Ríkuleg fræðsla um lífríki og náttúrufyrirbæri er í boði á tíu stöðum á þremur hjólaleiðum. Endað verður á Árbæjarsafni þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið ásamt Reykjavíkurborg standa fyrir hátíðardagskrá.
Leið nr. 3 liggur frá Ástjörn í Hafnarfirði um Kópavog þar sem stansað verður við Þinghól kl. 12:25. Við Þinghól munu Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri taka á móti hjólreiðamönnum og setja vikuna formlega og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Nátturufræðistofu Kópavogs, mun segja frá fjörulífríki og fornri mannvist í voginum. Hjólalestin mun síðan halda áfram kl. 12:45 áleiðis í Árbæjarsafn.
Tilurð Dags íslenskrar náttúru má rekja til ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag til að undirstrika mikilvægi hennar. Dagurinn sem valinn var er 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, en Ómar hefur verið afar ötull við að opna augu landsmanna fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
Feb
Salurinn
20:00

Vetrarferðin

01
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

01
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
10:30

Myndgreiningarmorgunn

01
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
Feb
21
May
Gerðarsafn
Gerðarsafn_sýning_2023

Að rekja brot

02
Feb
11
Feb
Salurinn
20:30

Katrín Halldóra

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
16:30

Lesið á milli línanna

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
17:00

Silkileiðin

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Safnanótt

03
Feb
Salurinn
20:00

Los Bomboneros

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Vísindasmiðja HÍ

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR