Forstöðumannaskipti

Nú um mánaðamót ágúst og september urðu forstöðumannaskipti á Náttúrufræðistofunni er Hilmar J. Malmquist fór í árs leyfi og Finnur Ingimarsson tók við. Á sama tíma hóf Hilmar störf á nýjum vettvangi sem forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, en hann var skipaður í embættið til fimm ára frá og með 1. september af fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra.
Á myndinni hér til hliðar afhendir Hilmar (t.v.) Finni lyklavöldin.
20130909141224111655.jpg
Málefni Náttúruminjasafns Íslands hafa verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu og virðist framtíð stofnunarinnar því miður vera nokkuð óljós. Meðal annars hefur ekki fengist úr því skorið af hálfu ríkisins hvort aðsetur Náttúruminjasafnsins verði í Perlunni í Öskjuhlíð eins og að hefur verið stefnt á s.l. ári. Vonast er til að málefni þessa höfuðsafns þjóðarinna í náttúrufræðum komist á hreint hið fyrsta.
Hilmar hóf störf á Náttúrufræðistofunni í febrúar 1992 og á því að baki ríflega 21 árs langan starfsferil hjá Kópavogsbæ. Náttúrufræðistofan var stofnsett 1983 og er Hilmar annar í röðinni til að gegna starfi forstöðumanns en fyrsti forstöðumaður var Árni Waag sem lengi var einnig kennari í Kópavogi. Tryggð starfsmanna við stofuna er ekki eingöngu bundin við forstöðumennina, en meðalstarfsaldur þeirra sem starfað hafa á Náttúrufræðistofunni undanfarin ár er nærri tíu ár. Finnur Ingimarsson sem gegnt hefur starfi sérfræðings á Náttúrufræðistofunni mun gegna starfi forstöðumanns næsta árið. Framvinda mála hjá Náttúruminjasafni Íslands mun ráða hvort Hilmar snýr aftur til baka til Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

19
apr
Salurinn
20:00

KLARA ELÍAS

20
apr
Gerðarsafn
13:00

Together | Palestínsk útsaumssmiðja

21
apr
Salurinn
13:30

Ljóðrænn og kraftmikill er saxófónninn

23
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

24
apr
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

24
apr
Gerðarsafn
12:15

Sjálfsmyndir og minningar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR