Safnanótt 7. febrúar 2014

Náttúfræðistofan verður með dagskrá á Safnanótt 2014 eins og undanfarin ár. Þema Safnanætur er myrkur og í ár mun Náttúrufræðistofan fjalla um næturdýr og aðlögun dýra að myrkum aðstæðum.
20120207111125153617.jpg
Næturdýrum verður komið fyrir í anddyri Safnahússins að Hamraborg 6a og verða þau til sýnis allt kvöldið. Starfsmenn verða á staðnum til leiðsagnar. Klukkan 22:00 mun Haraldur Rafn Ingvason fjalla um rötun í myrkri í fyrirlestri sem haldinn verður í Safnahússkórnum, fyrirlestrarsal á 1. hæð Safnahússins. Sjá „nánar“ hér að neðan.
20140205161533985210.jpg19:00–23:30 
Dýr í myrkri
Mörg dýr eru aðlöguð lífi í myrkri. Sum eru einfaldlega næturdýr en önnur lifa í umhverfi þar sem dagsbirtu nýtur aldrei. Þessum aðlögunum verða gerð skil í anddyri Náttúrufræðistofu Kópavogs. Til sýnis verða eintök af næturdýrum og gerð verður grein fyrir aðlögunum þeirra í máli og myndum.
22:00–23:00
Rötun í myrkri
Hefðbundin næturdýr í okkar huga eru kattardýr, uglur og leðurblökur, en ýmis sjávardýr s.s. fiskar og hvalir glíma einnig við myrkar aðstæður. Þá má ekki gleyma dýrum sem lifa neðanjarðar eins og moldvörpum og snoðrottum, eða þá helladýrum á borð við hellasalamöndrur og Þingvallamarflær. Haraldur R. Ingvason fjallar vítt og breitt um aðlaganir dýra að þessum aðstæðum og hvernig tekist er á við hversdagslega hluti eins og fæðunám og rötun í kolniðamyrkri.
Animals in dark environments
Numerous creatures are adapted to life in darkness. Some are nocturnal while others thrive in environments where daylight is permanently absent. During Museum night, these adaptations will be focused on at the Natural History Museum of Kopavogur, where some animals of the dark will be on display.
Orientation in the dark
To most people, conventional animals facing light limited conditions, include cats, owls and bats, but marine animals such as fish and whales are often found in the darkness of deep oceans. Additionally, we may include moles and mole rats to this group, along with cave dwelling salamanders and subterranean groundwater crustaceans. Haraldur R. Ingvason will discuss the adaptations of such creatures towards the everyday life in total darkness at the Museum night.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
Feb
Salurinn
20:00

Vetrarferðin

01
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

01
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
10:30

Myndgreiningarmorgunn

01
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
Feb
21
May
Gerðarsafn
Gerðarsafn_sýning_2023

Að rekja brot

02
Feb
11
Feb
Salurinn
20:30

Katrín Halldóra

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
16:30

Lesið á milli línanna

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
17:00

Silkileiðin

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Safnanótt

03
Feb
Salurinn
20:00

Los Bomboneros

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Vísindasmiðja HÍ

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR