Senn líður að safnanótt

Undanfarin ár hefur verið haldið upp á Safnanótt fyrsta föstudag í febrúar og á því verður engin breyting þetta árið.
Föstudaginn 5. febrúar mun Náttúrufræðistofa Kópavogs bjóða gesti alveg sérstaklega velkomna á Safnanótt frá kl. 19:00-23:59. Auk hefðbundins safnkosts og leiðsagnar um safnið verður boðið upp á erindi og litla sérsýningu þar sem viðfangsefnið verður hvernig þekking á dýralífi Íslands hefur breyst í tímans rás. Skoðað verður hvaða dýr eru nefnd í elstu heimildum og hvernig þeim fjölgar eftir því sem tíminn líður. Þá verður fjallað um hugmyndir manna um ýmsar furður náttúrunnar og mögulegar skýringar á þeim. Síðast en ekki síst verður velt vöngum yfir þekkingu og furðum dagsins í dag og jafnframt horft til framtíðar. Einnig verður hinn sívinsæli ratleikur á sínum stað.
Safnanótt er eins og áður hluti Vetrarhátíðar á höfuðborgarsvæðinu.
Hér má finna dagskrá vetrarhátíðar í Kópavogi og heildardagskrá Vetrarhátíðar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

17
apr
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

17
apr
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

17
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Hvað er mold?

18
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Íslenskar lækningajurtir

18
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Holl fæða

19
apr
Salurinn
20:00

KLARA ELÍAS

20
apr
Gerðarsafn
13:00

Together | Palestínsk útsaumssmiðja

21
apr
Salurinn
13:30

Ljóðrænn og kraftmikill er saxófónninn

23
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

24
apr
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

24
apr
Gerðarsafn
12:15

Sjálfsmyndir og minningar

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR