Sumardagurinn fyrsti

Komdu með í ferðalag á sumardaginn fyrsta: Fjölbreytt dagskrá í menningarhúsum Kópavogs
Menningarhúsin í Kópavogi; Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands og Gerðarsafn verða opin á sumardaginn fyrsta og bjóða fjölbreytta menningardagskrá fyrir börn á öllum aldri kl. 11:00 – 17:00. Þetta er í fyrsta sinn sem menningarhúsin í Kópavogi verða með skipulagða dagskrá á þessum upphafsdegi sumars. Dagskráin er hluti af Ormadögum, barnamenningarhátíð Kópavogs, og er þemað: Ferðalög. Börnin kynnast m.a. tónlist og dansi frá ýmsum löndum, ólíkum hljóðfærum, farfuglum og fleira. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Garðskálinn, veitingahúsið í Gerðarsafni, verður opinn á sama tíma, kl. 11:00– 17:00.
Daginn eftir sumardaginn fyrsta, eða á föstudeginum, verða tónleikar í Salnum kl. 10:30 fyrir leikskólabörn í Kópavogi. Þar verður leikin tónlist frá löndum eins og Makedóníu, Búlgaríu, Grikklandi og Tyrklandi í flutningi strákanna í hljómsveitinni Skuggamyndir frá Býsans.
Ormadagar hefjast mánudaginn 18. apríl og verður leikskólabörnum í Kópavogi þá vikuna boðið að koma og taka þátt í lista- og fræðslusmiðjum í menningarhúsum bæjarins. Tónlistarskóli Kópavogs og nemendur hans taka einnig þátt í hátíðinni. Sem fyrr segir verður hápunkturinn á sumardaginn fyrsta og á laugardeginum verður fjölskyldustund á Bókasafni Kópavogs, byggt úr legó. Hátíðinni lýkur á sunnudeginum með barnamenningarmessu í Kópavogskirkju.
Markmið hátíðarinnar er að fræða börn um listir, menningu og ólíka menningarheima og gefa þeim um leið innsýn í starf safna, tónlistarskóla og tónleikahúss. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Pamela De Sensi flautuleikari en hún skipuleggur hátíðina í samstarfi við starfsmenn menningarhúsa Kópavogsbæjar. Hátíðin er styrkt með framlagi úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar.
Barnamenning verður ekki eingöngu í hávegum höfð í Kópavogi um þetta leyti heldur einnig víðar á höfuðborgarsvæðinu, svo sem í Reykjavík, Garðabæ og á Seltjarnarnesi.
Dagskrá Ormadaga á sumardaginn fyrsta, 21. apríl:
Kl. 11:00– 15:00: Gerðarsafn. Opin listasmiðja þar sem gert verður útilistaverk út frá tilraunum með ólík form og liti. Myndlistarmennirnir Edda Mac og Linn Björklund leiða smiðjuna.
Kl. 12:30– 13:00: Tónlistarsafn Íslands. Kínverska tónlistarkonan Sandra Kangzhu spilar á koto, kínverskt hljóðfæri.
Kl. 13:00– 13:30: Kópavogskirkja. Tónleikar Stúlknakórs Neskirkju.
Kl. 13:30– 14:00: Kópavogskirkja. Tónleikar með þjóðlagahóp Tónlistarskóla Kópavogs.
Kl. 13:30– 16:00: Bókasafn Kópavogs. Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs verða með hljóðfærasmiðjuna Africa. Búin verða til hljóðfæri úr því sem finnst í eldhúsinu, svo sem úr pappadiskum.
Kl. 13:30– 17:00: Náttúrufræðistofa Kópavogs. Gestir fá að kíkja í smásjá og skoða stóra og litla orma. Til sýnis verða einnig farfuglar og starfsmenn Náttúrufræðistofunnar segja frá ferðalagi þeirra.
Kl. 14:00– 14:30: Tónlistarsafn Íslands. Nemendur MÍR, menningartengsla Íslands og Rússlands, flytja rússnesk barnalög.
Kl. 14:30– 15:30: Bókasafn Kópavogs. Fyrsta hæð. Brúðuleikritið Pétur og úlfurinn undir stjórn brúðuleikarans Bernd Ogrodnik.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
Feb
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

11
Feb
Salurinn
20:30

Katrín Halldóra

11
Feb
Bókasafn Kópavogs
13:00

Origamismiðja

15
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

15
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
10:30

Myndgreiningarmorgunn

15
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

16
Feb
Salurinn
20:30

Friðrik Dór & Jón Jónsson

16
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Lengi býr að fyrstu gerð

18
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:30

Æfingin skapar meistarann

19
Feb
Salurinn
13:30

Mitt er þitt

19
Feb
Salurinn
20:00

Lars Duppler & Stefan Karl Schmid

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR