Erindaröð um umhverfismál, litið til framtíðar

Nú í maí ætla Náttúrufræðistofa Kópavogs og Bókasafn Kópavogs að standa fyrir erindaröð um umhverfis- og skipulagsmál. Fyrirlestraröðin hefst þann 12. maí en þá mun Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar kynna áætlunina. Þann 19. maí kemur Einar Jónsson sviðsstjóri stefnumótunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun og mun segja frá Landsskipulagsáætlun.  Loks mun Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur segja frá nýjum náttúruverndarlögum þann 26. maí.
Erindin verða haldin á 1. hæð Safnahússins, Hamraborg 6a og eru allir velkomnir. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
20160503162211680797.jpg
Verndar- og orkunýtingaráætlun (í daglegu tali nefnd „Rammaáætlun“) er ætlað að tryggja að nýting landsvæða til orkuframleiðslu byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati, þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag. Áætlunin er unnin eftir lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Vinna af þessu tagi á sér sögu a.m.k. aftur til ársins 1971, en allar götur síðan þá hafa menn reynt að komast að samkomulagi um það hvernig rata skuli hinn gullna meðalveg milli orkunýtingar og annarrar nýtingar (þ.m.t. friðunar) einstakra svæða á Íslandi. Núgildandi áætlun var samþykkt sem þingsályktun frá Alþingi 14. janúar 2013, en skv. lögunum skal umhverfisráðherra leggja fram tillögu að slíkri þingsályktun eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti.
Nú er unnið að nýrri áætlun sem verður lögð fyrir Alþingi haustið 2016 og væntanlega afgreidd á vorþingi 2017. Áætlunargerðin er í höndum sex manna ráðgefandi verkefnisstjórnar sem skipuð er af umhverfisráðherra. Með verkefnisstjórninni vinna fjórir faghópar sem skipaðir eru sérfræðingum á þeim helstu fræðasviðum sem máli skipta í áætlunargerðinni. Drög að nýrri áætlun verða í opnu umsagnarferli frá maí og fram í ágúst 2016 og þann 1. september mun verkefnisstjórn skila endanlegri tillögu sinni til ráðherra. Undanfarna mánuði hafa verkefnisstjórn og faghópar fjallað um allmarga virkjunarkosti sem Orkustofnun hefur skilgreint og lagt fram í samvinnu við virkjunaraðila. Í endanlegri tillögu verkefnisstjórnar verða þessir virkjunarkostir og þau landsvæði þar sem þeir eru staðsettir flokkaðir í orkunýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk.
Stefán Gíslason er formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hann er líffræðingur með meistaragráðu í umhverfisstjórnun frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Stefán er eigandi og framkvæmdastjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. (Environice) í Borgarnesi og hefur starfað þar við ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun frá árinu 2000.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
07
nóv
Bókasafn Kópavogs
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
09
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
nóv
Bókasafn Kópavogs
13
nóv
Bókasafn Kópavogs
14
nóv
Salurinn

Sjá meira