Hjóladagur fjölskyldunnar

Hjóladagur fjölskyldunnar verður haldinn laugardaginn 21. maí frá 13-17. Á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin í Kópavogi verður boðin ástandsskoðun á hjólum og kynning á rafhjólum og öðrum búnaði svo og kynning á verkefninu „Hjólað óháð aldri“. Þá mun Garðskálinn bjóða upp á grillað góðgæti og selja á vægu verði. Í Bókasafninu verða settar fram bækur sem tengjast hjólreiðum en einnig verður sýning á ljósmyndum úr fórum Héraðsskjalasafns Kópavogs. Þá verður reiðhjólatúr og ratleikur með fjársjóðskistum um Kársnesið og settur verður upp umferðargarður á bílaplani Molans.

20120521163620332180.jpg
Dagskrá:
13:00 – 17:00
Dr. Bæk ástandsskoðar hjól á útivistarsvæði við Menningarhúsin Kynning á rafhjólum og reiðhjólabúnaði á útivistarsvæði við Menningarhúsin Umferðargarður á bílaplani Molans þar sem hægt verður að æfa hjólafærni Bókasafnið opið og hægt að skoða bækur tengdar hjólreiðum Sýning á ljósmyndum af reiðhjólum úr fórum Héraðsskjalasafns Kópavogs á 2. hæð Bókasafnsins Garðskálinn býður upp á grillað góðgæti á hagstæðu verði
14:00
Reiðhjólatúr og ratleikur með sérfræðingum Náttúrufræðistofu og Héraðsskjalasafns. Fræðst verður um mannlíf og náttúru á Kársnesinu og í fjársjóðskistum leynast glaðningar af ýmsu tagi (hjálmaskylda)
15:15
Kynning á verkefninu “Hjólað óháð aldri” á útivistarsvæði við Menningarhúsin
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
sep
07
sep
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

07
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Úkraínsk útsaumssmiðja

07
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Heilsum hausti

07
sep
Gerðarsafn
14:00

Listasmiðja með Helgu Páleyju

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR