Erindi númer þrjú í erindaröð um umhverfismál, litið til framtíðar

Þann 26. maí verður síðasta erindi raðarinnar en þá mun Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur segja frá nýjum náttúruverndarlögum, en hún kom að samningu laganna sem og gerð Hvítbókar um náttúruvernd sem lagasetningin byggir á. Nokkur átök urðu á Alþingi um setningu þessara laga og var gildistöku þeirra frestað um tíma. Sátt náðist þó um breytingar og tóku þau gildi 15. nóvember 2015.
Fyrirlesturinn fer fram á 1. hæð safnahússins og eru allir velkomnir.
Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
20160518090230556606.jpg
Ný náttúruverndarlög tóku gildi 15. nóvember sl. Um frumvarpið, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, sköpuðust miklar deilur og varð úr að gildistöku laganna var frestað í tvígang svo jafna mætti ágreining. Lyktir málsins urðu að Alþingi samþykkti nokkrar breytingar á lögunum nokkrum dögum fyrir gildistöku þeirra nú í haust.

Með nýju náttúruverndarlögunum er leitast við að finna nýjum aðferðum leið inn í íslenska löggjöf í því skyni að tryggja betri árangur í náttúruvernd og uppfylla um leið þær skyldur sem Ísland hefur gengist undir með aðild að ýmsum alþjóðasamningum. Í lögunum eru m.a. sett fram ítarleg markmiðsákvæði, þar á meðal sérstök verndarmarkmið, annars vegar fyrir vistgerðir, vistkerfi og tegundir og hins vegar fyrir jarðminjar, vatnasvæði, landslag og víðerni.
Lögin hafa einnig að geyma nokkrar meginreglur sem leggja ber til grundvallar við framkvæmd laganna í heild og byggja sumar þeirra á helstu meginreglum umhverfisréttar. Auk þessa fjalla lögin um almannarétt, akstur utan vega, skipulag náttúruverndar, friðlýsingu og fleira.

Í erindinu verður farið yfir helstu atriði nýju laganna og þær breytingar sem í þeim felast.

Aagot Vigdís Óskarsdóttir er lögfræðingur. Hún vann að undirbúningi náttúruverndarlaganna og var m.a. ritstjóri hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands sem gefin var út árið 2011 til undirbúnings nýrrar löggjafar. Aagot Vigdís hefur einkum lagt stund á auðlindarétt og eignarrétt og starfað á ýmsum vettvangi, m.a. við háskólakennslu og löggjafarsmíði.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs
25
sep
26
sep
Bókasafn Kópavogs
26
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira