Fyrirbæri

Á sýningu sem ber heitið Fyrirbæri sýnir Guðbjörg Lind Jónsdóttir verk sem eru innblásin af safngripum Náttúrufræðistofu Kópavogs og því rannsóknarstarfi sem þar fer fram. Sýningin er sett upp í andyri og sýningarsölum Náttúrufræðistofunnar, opnar laugardaginn 20. maí og stendur til 2. september.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir er fædd á Ísafirði 1961. Hún útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985. Þremur árum síðar útskrifaðist hún með kennsluréttindi frá sama skóla.
Hún á að baki 24 einkasýningar auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk hennar eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Ísafjarðar, Listasafns Háskóla Íslands auk margra opinberra stofnana og einkasafna.  Guðbjörg er með vinnustofu í Kópavogi og á Þingeyri.
Myndlist Guðbjargar Lindar eru sprottin úr umhverfi æsku hennar vestur á fjörðum og fela verkin í sér tilraun til að skapa veröld á mörkum hugar og náttúru.
Guðbjörg vísar í söfnunaráráttu mannsins og upplifun á umhverfi okkar, hvernig við skoðum og flokkum ómeðvituð kerfi lífríkisins en einnig vinnur hún með gamla texta úr alþýðufræðum og gömlum íslenskum fræðiritum í bland við teikningar og náttúrugripi. Markmiðið er að skapa samtal við safngripi Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er sett saman af þekkingu náttúrufræðinnar en nálganir vísindamannsins og listamannsins geta verið gjörólíkar og áskorunin felst í því óvænta sem gerist á þessu stefnumóti
Sýningin Fyrirbæri er unnin í samstarfi við Náttúrfræðistofu Kópavogs og eru verk sýningarinnar innblásin af safngripum Náttúrufræðistofu og því rannsóknarstarfi sem þar fer fram. Í verkunum vísa ég til söfnunaráráttu mannsins og upplifunar hans á umhverfi sínu, hvernig hann skoðar og flokkar eftir ómeðvituðu kerfi fyrirbæri lífríkisins. Á sýningunni vinn ég með gamla texta úr alþýðufræðum og gömlum íslenskum vísindafræðiritum í bland við teikningar og gripi úr eigin náttúrugripasafni. Markmiðið er að skapa samtal við safngripi Náttúrufræðistofu sem er sett saman af þekkingu náttúrufræðinnar en nálganir vísindamannsins og listamannsins geta verið gjörólíkar og áskorunin felst í því óvænta sem gerist á þessu stefnumóti.

20170519091229550365.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs
25
sep
26
sep
Bókasafn Kópavogs
26
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira