Bangsadagur á bókasafni

Alþjóðlegur bangsadagur er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi bandaríkjaforsetans sáluga Theodore „Teddy“ Roosevelt, 27. október.
Á Íslandi hefur sú hefð skapast að almennings- og skólasöfn taka ríkan þátt í hátíðahöldunum og víðast hvar eru bangsar boðnir velkomnir í heimsókn um þetta leiti árs, lesnar eru sögur um bjarndýr og leikir eru leiknir sem minna á Paddington, Bangsímon og Róbert bangsa.
Gréta Björg Ólafsdóttir, sem stýrir barnastarfinu á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, segir bangsadaginn skemmtilegan sið. „Yfirleitt rennur bókasafnið svolítið saman við heimilið, þegar fólk fær lánaðar hjá okkur bækur og fer svo með þær heim þar sem þær verða hluti af heimilinu í nokkrar vikur. Í kringum bangsadaginn er tækifæri til að snúa þessu við, og hafa svolítið af heimilinu með sér inn á safnið þegar barn kemur með bangsann sinn og kynnir hann fyrir bókasafninu.“
Á Bókasafni Kópavogs er iðulega haldið upp á daginn með því að hafa getraun á báðum söfnunum í aðdraganda dagsins. Þar er ungum gestum boðið að reyna sig við getraunina og svo er dregið úr réttum svörum þegar bangsadagurinn rennur upp. Vitaskuld eru bangsar í verðlaun.
„Þátttakan var frábær í ár, en 225 svör bárust í getrauninni á aðalsafni og þátttakan var sömuleiðis góð á Lindasafni. Við drógum daginn eftir hinn opinbera bangsadag, þ.e. laugardaginn 28. október,“ segir Gréta, „Þann dag var hrekkjavökuþema í dagskránni hjá okkur, bæði vasaljósasögustund og grímusmiðja og allir velkomnir í búning. Sumum fannst líka gott að bjóða bangsa með sér á safnið – það er alltaf öryggi í því að hafa mjúkan og loðinn vin sér til halds og trausts!“
 
Fréttin er uppfærð útgáfa af texta sem áður birtist í Kópavogsblaðinu

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

28
sep
Gerðarsafn
12:15

Skáldað í steypu

28
sep
Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín
14:00

Kaðlín

28
sep
30
sep
Salurinn
20:30

Jón Jónsson og Friðrik Dór

01
okt
Bókasafn Kópavogs
Lesið fyrir hunda
11:30

Lesið fyrir hunda

01
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Náttúru- og ævintýraferð

02
okt
Salurinn
13:30

Ár íslenska einsöngslagsins 2

03
okt
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Slökunarjóga

05
okt
Bókasafn Kópavogs
12:15

Textíll, sóun og endurnýting

05
okt
Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín
14:00

Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR