Det er dejligt i Norden

Norræna bókasafnavikan hefst mánudaginn 13. nóvember.
Þó að mörgum hafi leiðst í dönskutímum í skólanum er því ekki að neita að Íslendingar og aðrir Norðurlandabúar eiga ýmislegt sameiginlegt. Saman eigum við Dýrin í Hálsaskógi, Einar Áskel, Emil í Kattholti og Múmínálfana – að ógleymdum sögunum um Litla skrímslið og stóra skrímslið. Við borðum svipaðan mat og virðumst laðast að svipuðum húsbúnaði.
Norræna bókasafnavikan hefst mánudaginn 13. nóvember og þá verða norrænar bókmenntir og norræn menning í hávegum höfð víða um Norðurlönd. Bókasafn Kópavogs er engin undantekning, en þar hittum við Grétu Björgu Ólafsdóttur, deildarstjóra Barnastarfs, sem var í óða önn að klippa út fána Norðurlandanna til að hengja upp á safninu. Reyndar eru fánarnir heldur fleiri en flest okkar muna eftir úr barnaskólakennslunni, en auk Íslands, Álandseyja, Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Grænlands, Noregs og Svíþjóðar taka Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland, Litháen og Hvíta-Rússland líka þátt.
„Hér á safninu stillum við auðvitað fram norrænu efni, við lesum norrænar sögur í sögustundum bæði á Lindasafni og á aðalsafni. Á degi íslenskrar tungu, fimmtudaginn 16. nóvember verður bæði ritað og sungið orð í öndvegi hérna á safninu, en við reiknum með að fá góða gesti á safnið, meðal annars ætla Gjábakkaskáldin að lesa hér ljóð kl. 15 þann dag,“ segir Gréta. „Laugardaginn 19. nóvember verður kvikmyndin sígilda um Emil í Kattholti sýnd í fjölnotasalnum okkar klukkan ellefu, sem er góður upptaktur að fjölskyldustund Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu, sem hefst klukkan eitt.“
Gréta segir norrænar bækur eiga upp á pallborðið hjá gestum bókasafnsins, hvort sem það eru glæpasögur, kennslubækur um það hvernig prjóna eigi jólakúlur eða matreiðslubækur, og því tilvalið að líta við á safninu þessa viku. „Svo stefnum við auðvitað bara á dálítið hygge svona í skammdeginu!“

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
Feb
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

11
Feb
Salurinn
20:30

Katrín Halldóra

11
Feb
Bókasafn Kópavogs
13:00

Origamismiðja

15
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

15
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
10:30

Myndgreiningarmorgunn

15
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

16
Feb
Salurinn
20:30

Friðrik Dór & Jón Jónsson

16
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Lengi býr að fyrstu gerð

18
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:30

Æfingin skapar meistarann

19
Feb
Salurinn
13:30

Mitt er þitt

19
Feb
Salurinn
20:00

Lars Duppler & Stefan Karl Schmid

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR