Vöktun Reykjavíkurtjarnar

Nú stendur yfir sýnataka í Reykjavíkurtjörn og Vatnsmýri og er markmiðið að fylgja eftir rannsóknum sem þar voru gerðar árin 2015 og 2016. Fylgst er með útbreiðslu og tegundasamsetningu vatnagróðurs ásamt því að lagðar eru gildrur til að veiða hornsíli og og ýmis smádýr.   
Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á lífríki og ásýnd Reykjavíkurtjarnar á undanförnum árum. Áður var tjörnin fremur gruggug og gróðurlaus og ásýnd hennar ekki upp á það besta. Í kjölfar aðgerða sem miðuðu að því að bæta vatnsgæði Tjarnarinnar hefur orðið veruleg breyting og hún er nú svo gott sem algróin vatnaplöntum.
Núverandi vöktunarverkefni miðar að því að fylgjast með framvindunni í „landnámi“ vatnaplantna í Tjörninni ásamt því kanna hvort breytingar megi greina í smádýralífi og hjá hornsílum, sem mikil mergð er af.
Fyrir áhugasama, þá hafa niðurstöður úr rannsókninni á árunum 2015 og 2016 verið gefnar út.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

28
sep
26
okt
Salurinn
20:30

Tvíhöfði

02
okt
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

03
okt
Bókasafn Kópavogs
17:00

Matjurtaspjall á Lindasafni

04
okt
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

04
okt
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

04
okt
Gerðarsafn
12:15

Listamannaleiðsögn | Anna Líndal og Eygló Harðardóttir

05
okt
Salurinn
20:30

Magnús og Jóhann

05
okt
Bókasafn Kópavogs
10:00

Þriðja vaktin

05
okt
Bókasafn Kópavogs
15:00

Lesið á milli línanna

07
okt
Salurinn
20:30

Stúlkan Með Lævirkjaröddina

07
okt
Bókasafn Kópavogs
13:00

Undur vísindanna

07
okt
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR