BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN ÁLFATÚN

Annar leikskólinn sem við kynnum til leiks í samstarfsverkefninu Fuglar og fjöll er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og heitir Álfatún.
Hinir ýmsu mávfuglar voru viðfangefni barnanna í fuglahluta verkefnisins en í fjallahlutanum lá beinast við að fræðast um Esjuna, enda Álfatún með stórbrotið útsýni til fjallsins beint út um gluggann.
Börnum og kennurum á Álfatúni eru færðar innilegar þakkir fyrir skapandi og skemmtilegt samstarf!
Sýning á verkum barnanna verður sett upp á Náttúrufræðistofu Kópavogs á Barnamenningarhátíð dagana 8.-13. apríl og verður öllum opin. Að auki verður gestum boðið að taka þátt í opinni fugla- og fjallasmiðju á lokadegi hátíðarinnar, laugardaginn 13. apríl.
BarnÁlf1.jpg
Áhugasamur hópur í mávfuglafræðslu á Náttúrufræðistofu. Börnin lærðu m.a. um útlit fuglanna, hreiður þeirra, egg, æti o.fl. sem þau nýttu sér í verkefnavinnu við hreiður- og eggjagerð. Þar að auki var ljóðunum Fuglinn í fjörunni og Vorkvöld í Reykjavík gerð myndræn skil með málverkum.
BarnÁlf2.jpg

Í Esjuverkefninu unnu börnin í pörum; drógu upp útlínur af vestur- eða austurhluta fjallsins og máluðu svo og skreyttu af hjartans lyst!
BarnÁlf3.jpg
Börnin á Læk í stúkusæti með fyrirmyndina í öllu sínu veldi út um gluggann!
BarnÁlf4.jpg
Fjall verður til.
BarnÁlf5.jpg
Sköpunargleðin nýtur sín.
BarnÁlf6.JPG
Áhersluþættir leikskólans Álfatúns eru málörvun, hreyfing og skapandi starf í gegnum leik. Einnig er lögð áhersla á samskipti og þess að njóta samvista með öðrum, að gefa börnum færi á að tjá hugsanir og hugmyndir eftir fjölbreyttum leiðum og styrkja sjálfsmynd þeirra. Skólinn er staðsettur í jaðri Fossvogsdalsins sem býður upp á góðar aðstæður til útivistar og náttúruskoðunar. Dalurinn er uppspretta margs konar náms hjá börnunum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR