BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN MARBAKKI

Þriðji leikskólinn af fjórum í verkefninu Fuglar og fjöll er staðsettur í vesturbæ Kópavogs, við sunnanverðan Fossvog, og heitir Marbakki.
Hinn heillandi heimur ránfugla og vaðfugla varð fyrir valinu hjá Marbakka í fuglahluta verkefnisins en í fjallahlutanum kynntust börnin mörgum frægustu fjöllum Íslands, staðsetningu þeirra, útliti og einkennum.
Börnum og kennurum á Marbakka eru færðar innilegar þakkir fyrir skapandi og skemmtilegt samstarf!
Sýning á verkum barnanna verður sett upp á Náttúrufræðistofu Kópavogs á Barnamenningarhátíð dagana 8.–13. apríl og verður öllum opin. Að auki verður gestum boðið að taka þátt í opinni fugla- og fjallasmiðju á lokadegi hátíðarinnar, laugardaginn 13. apríl frá kl. 12:00–14:00.
BarnMar1.jpg
Börnin á Læk velja sér efnivið fyrir hreiðurgerð.
BarnMar2.jpg
Á Marbakka er áhersla lögð á lýðræði, sem og þátttöku og frumkvæði barna í leik og starfi. Í anda þeirrar hugmyndafræði ákváðu börnin sjálf efnivið og útfærslur á verkum sínum; völdu t.a.m. greinar, fjaðrir eða mjúk efni til hreiðurgerðarinnar. Sum komu jafnvel með föt af sér sem þau nýttu til verksins.
BarnMar3.jpg
Fallegt hreiður í mótun. Skyldi það tilheyra ránfugli eða vaðfugli?
BarnMar4.jpg
Í heimsókn á Náttúrufræðistofu kynntust börnin á deildinni Læk mörgum frægustu fjöllum Íslands, útliti og einkennum. Börnin spreyttu sig á að teikna útlínur fjallanna og að staðsetja þau á korti.
BarnMar5.jpg
Í vinnustofu með kennurum og verkefnastjórum völdu börnin hvert sitt uppáhaldsfjall sem þau túlkuðu á sinn hátt með málverki.
BarnMar6.jpg
Há og lág fjöll, röndótt og doppótt fjöll, fjöll með jökulhettu og skriðjöklum – öllu þessu og meira til gerðu börnin skil á sinn einstaka hátt!
BarnMar7.JPG
Einkunnarorð leikskólans Marbakka eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn. Í leikskólanum er starfað eftir vinnuaðferð Reggio Emilia sem byggir á hugmyndafræði Loris Malaguzzi. Í hugmyndafræðinni er það að hlusta á börnin, ásamt sjónrænu uppeldi, rauði þráðurinn í hinu daglega lífi í leik og starfi. Börnin túlka umhverfið út frá sínu sjónarmiði, læra sjálfstæð vinnubrögð í uppgötvunarnáminu. Sýnin á barnið sjálft er aðalatriðið í leikskólastarfinu. Námið í Marbakka er samþætt og fer fram í leik, samskiptum, skapandi starfi og hugsun, þar sem hverju barni er mætt þar sem það er statt í námi og þroska.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR