Erlendir gestir í heimsókn

Síðustu vikuna hefur fjölþjóðlegur hópur leikskólakennara á vegum Erasmus+ verkefnisins verið í heimsókn hjá leikskólanum Marbakka, þar sem hann hefur m.a. fræðst um aðferðafræði og faglegt starf skólans.
Marbakki var einn þeirra leikskóla sem þátt tók í samstarfsverkefninu Fuglar & fjöll í tengslum við Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2019. Að því tilefni var erlendu gestunum boðið í heimsókn í Menningarhúsin þar sem verkefnastjórar héldu kynningu á verkefninu sem og helstu áherslum í starfi Menningarhúsanna.
Góður rómur var gerður að kynningunni og höfðu erlendu gestirnir á orði að um metnaðarfullt verkefni hefði verið að ræða sem greinilega hefði falið í sér mikla samvinnu en einnig frelsi hvers skóla fyrir mismunandi nálganir – og augsýnilegt væri að þátttaka og sköpunarkraftur barnanna hefði verið í öndvegi.
Gestirnir lýstu einnig yfir eindreginni hrifningu á hugmyndafræði, framkvæmd og fjölbreytni Barnamenningarhátíðar í heild sinni. Slík endurgjöf hvetur svo sannarlega til dáða!
verkefnastj..jpg
Verkefnastjórar Náttúrufræðistofu og Menningarhúsanna.
undirbún..jpg
Allt klárt fyrir kynningu!
fjölþj.hóp1.jpgfjölþj.hóp2.jpg
Fjölþjóðlegur hópur leikskólakennara frá Hollandi, Frakklandi, Belgíu og Spáni.
F&F sýningaropnun.jpg
F&F opnun 3.jpg
F&F opnun 41.jpg
Svipmyndir frá sýningaropnun Fugla & fjalla á Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2019.
F&F_1-2B.jpg
Svipmynd frá Fugla & fjalla-smiðju 1. og 2. bekkinga á Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2019.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

01
Feb
Salurinn
20:00

Vetrarferðin

01
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

01
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
10:30

Myndgreiningarmorgunn

01
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
Feb
21
May
Gerðarsafn
Gerðarsafn_sýning_2023

Að rekja brot

02
Feb
11
Feb
Salurinn
20:30

Katrín Halldóra

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
16:30

Lesið á milli línanna

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
17:00

Silkileiðin

02
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Skyndihjálp

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Safnanótt

03
Feb
Salurinn
20:00

Los Bomboneros

03
Feb
Bókasafn Kópavogs
18:00

Vísindasmiðja HÍ

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR