Sumarnámskeið Náttúrufræðistofu 2019

Í síðustu viku var sumarnámskeið Náttúrufræðistofu haldið í 22. sinn! 
Hress og kátur krakkahópur tók þátt í námskeiðinu og lagði daglega í spennandi rannsókna- og ævintýraferðir um fjörur og leirur, hraun og móa, tjarnir og læki. Að loknum leiðöngrum voru fjársjóðir og fundir dagsins skoðaðir og greindir á rannsóknastofu og allt skráð skilmerkilega niður, að vísindamanna sið. Og að sjálfsögðu má ekki gleyma nestistímunum í náttúrunni og hopputímunum á ærslabelgnum! 
Bestu þakkir fyrir þátttökuna!
sumarnámsk.19_1.jpg
Spennandi fjörubollar í sjávarfitjungi við Gálgahraun.
sumarnámsk.19_2.jpg
Velt við steini og ævintýraheimur fjörunnar blasir við.
sumarnámsk.19_3.jpg
Æðarhreiður.
sumarnámsk.19_4.jpg
Fjörufjársjóðir rannsakaðir.
sumarnámsk.19_5.jpg
Marflóin magnaða.
sumarnámsk.19_6.jpg
Sílaveiðar í Kópavogstjörn.
sumarnámsk.19_7.jpg
Nestistími við Vífilsstaðavatn.
sumarnámsk.19_8.jpg
Bar vel í veiði við Vífilsstaðavatn.
sumarnámsk2019_viðurkenning_almennt.JPG
Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjöl í lok námskeiðs.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
júl
Gerðarsafn
07
júl
Bókasafn Kópavogs
08
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
10
júl
Salurinn
11
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira