Sérsýningar

Tvær sérsýningar standa nú yfir í anddyri Náttúrufræðistofu og bókasafns; annars vegar sýning á Íslandskorti Björns Gunnlaugssonar og  jarðfræðikorti Þorvaldar Thoroddsens og hins vegar sýningin „Þetta er ungt og leikur sér“.
Íslandskort Björns Gunnlaugssonar var gefið út 1844 (1848) og þótti mikið vísindalegt afrek, en með því fékkst í fyrsta sinn haldbær uppdráttur af öllu Íslandi. Jarðfræðikort Þorvaldar Thoroddsens var gefið út 1901. Þorvaldur var athafnasamur og mjög virtur fræðimaður hér heima og erlendis og eftir hann liggur fjöldi ritverka.
Kortin á sýningunni eru eftirmyndir upprunalegu kortanna, stækkuð um helming. Frumgerðirnar eru í eigu Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs og varðveittar í Gerðarsafni.
Á sýningunni „Þetta er ungt og leikur sér“ gefur að líta nokkrar tegundir fuglsunga úr gripasafni Náttúrufræðistofunnar. Auk unganna á stofan einnig fullorðin dýr sömu tegunda og hægt er að gera sér að leik að finna fullorðnu fuglana í sýningarskápum á sjálfu safninu!
Sérsýningarnar eru opnar á opnunartíma Náttúrufræðistofu og munu standa yfir í sumar. Verið velkomin í heimsókn – enginn aðgangseyrir.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
júl
Gerðarsafn
07
júl
Bókasafn Kópavogs
08
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
10
júl
Salurinn
11
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira