Sýningaropnun: Heimkynni – búsvæði í íslenskri náttúru

Í dag, 1. febrúar opnaði ný og stórlega endurbætt sýning í sýningarsal Náttúrufræðistofunnar. Undanfarna daga hefur landslið sýningarhönnuða og iðnaðarmanna, ásamt starfsfólki stofunnar, staðið í ströngu við að setja upp hina nýju sýningu og er óhætt að segja að viðtökur gesta hafi verið jákvæðar.
Um er að ræða algera uppstokkun á sýningarrýminu. Gestum er boðið í  ferðalag um helstu búsvæði sem finnast á Íslandi, allt frá myrkustu undirdjúpum til hæstu fjallatoppa. Á leiðinni mæta gestum þær lífverur sem finna má í hinum mismunandi búsvæðum.
Að lokinni formlegri opnun var boðið upp á veitingar og nammi.
Starfsfólk stofunnar vill þakka gestum kærlega fyrir komuna og samstarfsfólki við uppsetningu og hönnun sýningarinnar fyrir frábæra samvinnu. Þetta er búinn að vera stífur sprettur en í kvöld fara margir sáttir að sofa!
opnun1.JPG
Á myndinni má m.a. sjá tvo höfunda myndefnis sem notað var við uppsetningu sýningarinnar, þá Magnús Magnússon og Odd Sigurðsson. Eru þeim færðar hinar bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
mar
Bókasafn Kópavogs
20
mar
Salurinn
20
mar
Bókasafn Kópavogs
17:00

Macramé

21
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
mar
Gerðarsafn

Sjá meira