Náttúrufræðistofan hlýtur styrk úr Safnasjóði.

Þann 21. mars s.l. kunngjörði mennta- og menningarmálaráðherra niðurstöður aðalúthlutunar úr Safnasjóði fyrir árið 2020. Árlega geta viðurkennd söfn sótt um styrki til rekstrar og ýmissa verkefna í sjóðinn og að þessu sinni bárust alls 200 umsóknir. Veittir voru 124 styrkir alls að upphæð kr. 177.243.000,- og hlaut Náttúrufræðistofan einn þeirra.
Að þessu sinni var sótt um styrk til að endurgera sýningu um vistfræði vatns og sjávar og nemur upphæð styrksins 3,5 milljónum króna. Verður hann nýttur til að endurhanna umgjörð ferskvatns og sjávarbúra sem eru á safninu með lifandi verum af ýmsu tagi.
Náttúrufræðistofan hefur notið styrkja Safnasjóðs undafarin ár sem nýttir hafa verið til að endurhanna grunnsýningar bæði á jarðfræði og, nú síðast, á líffræði Íslands. Menntamálaráðherra og Safnaráði eru færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

22
sep
Gerðarsafn
12:00

Gluggar Gerðar

23
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

24
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR