Nýr verkefnastjóri fræðslu, viðburða og miðlunar

Kolbrún Björk Sveinsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri fræðslu, viðburða og miðlunar á Bókasafni Kópavogs.
Kolbrún hefur langa og víðtæka starfsreynslu af menningartengdum störfum og kennslu og starfaði meðal annars sem verkefnastjóri fjölmenningar og barnastarfs á Bókasafni Reykjanesbæjar í tæp átta ár. Fólst starfið meðal annars í verkefnastjórnun fræðslustarfs gagnvart börnum og unglingum og yfirumsjón á skipulagningu og viðtöku hópa á öllum aldri í fræðslu, allt frá leikskólabörnum til framhaldsskólahópa, sem og umsjón með fjölmenningarverkefnum/ menningartengdum verkefnum. Hún sat einnig í stýrihópi Reykjanesbæjar um fjölmenningu og kom að stofnun hópsins Heimskonur árið 2009, en hópurinn er ætlaður konum af erlendum uppruna. Hún lagði grunninn að verkefninu Heilakúnstir á Bókasafni Reykjanesbæjar og var verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í því verkefni. Kolbrún hefur kennt ensku við Háskólabrú hjá Keili í rúmlega fimm ár, hefur setið námskeið um vendinám og ýmsar ráðstefnur hvað kennslu og kennsluhætti varðar og mun sú reynsla nýtast vel í öllu er við kemur móttöku skólahópa, fræðslu, gerð fræðslu- og kennsluefnis fyrir skólahópa og dagskrá fræðslu. Kolbrún hefur komið víða annars staðar við, m.a. hefur hún unnið við þýðingar í gegnum árin, þar á meðal yfirlestur, skjá- og bókaþýðingar sem og þýðingar á greinum á háskólastigi, setið námskeið hjá Rauða krossi Íslands í tengslum við flóttafólk og hælisleitendur og kennt í vinnustofu á Spáni um vendinám á vegum Keilis.
Kolbrún útskrifaðist með BA próf og MA próf í enskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Hún er auk þess með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.
Verkefnastjóri sér um skipulag og hefur yfirumsjón með fræðslu fyrir börn og ungmenni og móttöku skólahópa á safnið. Hann vinnur að skipulagi viðburða, fjölmenningarverkefnum og kynningarmálum safnsins. Hann situr í viðburða- og kynningarteymi safnsins, auk þess að taka þátt í annarri teymisvinnu innan safns sem utan. Verkefnastjóri vinnur náið með verkefnastjórum fræðslu-, viðburða- og kynningarmála hjá Menningarhúsum Kópavogs, situr í viðburðateymi Menningarhúsanna og tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna. Hann sinnir einnig öðrum verkefnum sem tengjast grunnstarfsemi og rekstri safnsins í samstarfi við aðra starfsmenn, s.s  upplýsingamiðlun og þjónustu gagnvart gestum.
Starfsfólk bókasafnsins býður Kolbrúnu velkomna til starfa.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

23
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

24
apr
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

24
apr
Gerðarsafn
12:15

Sjálfsmyndir og minningar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR