Ársskýrsla menningarmála í Kópavogi 2019

Um 280.000 gestir sóttu Menningarhúsin í Kópavogi heim árið 2019 sem er 17% aukning frá árinu áður. Þar af var fjöldi leikskóla- og grunnskólanema í skipulögðum heimsóknum 12.274 sem er 58% aukning á milli ára. Aukning var á fjölda viðburða á milli ára eða um 14%, fóru úr 1.132 árið 2018 í 1.290 árið 2019. Gestir sem sóttu viðburði fyrir almenning og skóla sem skipulagðir voru þvert á Menningarhúsin 2019 voru 20.812 sem er 27% aukning frá 2018.

Árið 2019 starfaði 61 starfsmaður við menningarmálaflokkinn í 33,8 stöðugildum. Þetta kemur fram í viðamikilli skýrslu um menningarmál Kópavogsbæjar 2019. Í henni er farið yfir starfsemi menningarmála í Kópavogi árið 2019 auk þess sem hún hefur að geyma markmið málaflokksins fyrir árin 2019 og 2020.

Skýrslan telur 84 blaðsíður. Þar er fjallað um menningarstefnu, hlutverk og leiðarljós málaflokksins, stefnumörkun, styrkveitingar, auk greiningar á fjármálum og mannauðsmálum.

Í samantektinni er gerð ítarleg úttekt á hlutverki, framtíðarsýn og markmiðum þeirra fimm Menningarhúsa sem undir málaflokkinn heyra, en það eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Salurinn. Þar eru einnig kynntar lykiltölur málaflokksins og húsanna frá árinu 2019 og áætlanir fyrir árið 2020.

Eins og fram kemur í skýrslunni er menningarlífið í Kópavogi á mikilli siglingu. Aðsókn ársins 2019 fór fram úr björtustu vonum og hefur fjöldi viðburða aldrei verið meiri. Árið 2019 hófst þriggja ára samstarfsverkefni Menningarhúsanna við systurstofnanir í Tampere og Óðinsvéum. Er þetta stærsta einstaka verkefni sem Menningarhúsin hafa ráðist sameiginlega í og hefur vaxið fiskur um hrytt með stuðningi frá ýmsum opinberum aðilum.

Með styrk frá Barnamenningarsjóði var málaflokknum gert kleift að ráða til sín verkefnastjóra sem ætlað var að kynna menningarstarfsemi bæjarins fyrir erlendum fjölskyldum á Íslandi. Starfið bar frábæran árangur og verður viðhaldið um sinn.

Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi,  segir af þessu tilefni:  „Mikill drifkraftur og metnaður einkenndi menningarstarfið í Kópavogi árið 2019. Starfsfólk Menningarhúsanna á heiður skilinn fyrir frumkvæði og mikla alúð við störf sín. Með einstöku samstarfi hefur sameiginleg dagskrá  Menningarhúsanna sjaldan verið jafn heilsteypt og markviss. Forstöðumenn Menningarhúsanna stýrðu starfseminni af útsjónarsemi og leituðu frumlegra leiða við að glæða starfsemi húsanna lífi og nýjum ljóma sem skilaði sér í stórauknum gestakomum.”

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

24
apr
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

24
apr
Gerðarsafn
12:15

Sjálfsmyndir og minningar

24
apr
12
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

„Hún skín í hjörtum okkar“

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR