Jóladagatal Menningarhúsanna – vertu með!

Sparilegir aðventugjörningar, jólalög frá ýmsum heimshornum, ljóð, sögur og hugmyndir að skapandi samverustundum eru á meðal þess sem finna má í Jóladagatali Menningarhúsanna í Kópavogi. Fyrsti glugginn opnast 1. desember og svo taka við óvæntir glaðningar á hverjum degi allt til 24. desember. Teljum saman niður til jóla.

Notalegt jólaföndur, uppátækjasamir aðventugjörningar og jólatónlist úr ýmsum áttum er á meðal þess sem Jóladagatal Menningarhúsanna hefur að geyma en hægt verður að njóta þessa glaðnings frá fyrsta desember og til aðfangadags. Alls eru gluggarnir 24 eins og lög gera ráð fyrir og Menningarhúsin sameinast um að leggja til góðgæti af ýmsum toga í hvern glugga.

Viðburðahald á netinu í ljósi fjöldatakmarkana

Undanfarin ár hefur Aðventuhátíð verið haldin laugardaginn fyrir fyrsta í aðventu en í ljósi núverandi samkomutakmarkana hefur viðburðahald að mestu færst yfir á netið. Undanfarnar vikur hafa húsin þannig boðið upp á viðtöl við höfunda skáldverka fyrir fullorðna, börn og unglinga alla miðvikudaga og laugardaga auk þess sem streymt hefur verið viðtölum við myndlistarmenn sem verk eiga á sýningunni Skúlptúr/skúlptúr í Gerðarsafni sem nú stendur þar yfir. 

Náttúra, myndlist, músík og fleira

Í þessum anda verður Jóladagatalið viðburðadagskrá sem hægt verður að njóta að heiman þar sem fyllstu sóttvarna er gætt. Fjölbreytt starfsemi Menningarhúsanna mun endurspeglast í dagskrá Jóladagatalsins þar sem tónlistarfólk kemur fram og flytur jólatónlist, Náttúrufræðistofa býður upp á skapandi aðventusmiðjur þar sem efniviður úr náttúrunni nýtist til föndurgerðar, listamenn á vegum Gerðarsafns bjóða upp á forvitnilegar aðventusmiðjur fyrir alla fjölskylduna og rithöfundar lesa upp úr verkum sínum, gömlum og glænýjum.

Innblástur í hæsta gæðaflokki

Alger leynd mun ríkja yfir viðburði hvers dags. Þegar glugginn hefur verið opnaður verður hann opinn út jólahátíðina svo við öll getum fengið að njóta fallegrar tónlistar, skapandi samveru og innblásturs úr ólíkum áttum. Öll verða atriðin í hæsta gæðaflokki en hægt verður að nálgast Jóladagatalið á vef Menningarhúsanna auk Facebook-síðna hvers húss fyrir sig.

Fyrsti glugginn er opnaður 1. desember og svo opnast þeir hver á fætur öðrum fram til aðfangdags, 24. desember. Nýtt góðgæti á hverjum degi og nú er bara að byrja að hlakka til.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
sep
07
sep
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

07
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Úkraínsk útsaumssmiðja

07
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Heilsum hausti

07
sep
Gerðarsafn
14:00

Listasmiðja með Helgu Páleyju

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR