Listamannaspjall | Hrist ryk á steini

Brynja Sveinsdóttir ræðir við Ólöfu Helgu Helgadóttur um sýningu hennar Hrist ryk á steini í tilefni sýningarinnar SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR í Gerðarsafni 18.11.2020 – 28.02.2021 með einkasýningum Magnúsar Helgasonar og Ólafar Helgu Helgadóttur.

Rauðar gardínur af æskuheimili Ólafar Helgu hafa umbreyst í risavaxinn skúlptúr á einkasýningu hennar, Hrist ryk á steini. „Ég er búin að geyma þær í mörg ár og alltaf langað að gera eitthvað við þær en það hefur aldrei orðið að neinu fyrr en nú. Þær eru í æpandi rauðum lit og ég minnist þess hvernig birtan inni í húsinu varð rauðleit þegar sólin skein,“ segir Ólöf en verk hennar eiga sér stundum persónulegan undirtón, eru ögn dularfull. „Í verkum mínum ýti ég hversdagslegu efni út fyrir sitt hefðbundna hlutverk og varpa þannig óvæntu ljósi á kunnugleg sjónarhorn.“ Húmor og dægurmenning einkenna líka verk Ólafar og við sjáum vísanir í listasöguna í mínímalískum en glettnum skúlptúrum hennar þar sem fundin efni og hversdagsleiki fá nýja vídd í sýningarsalnum. Ólöf Helga Helgadóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og lauk mastersnámi í myndlist frá Slade School of Fine Art í London árið 2010. Árið 2001 stundaði hún örnám við Kvikmyndaskóla Íslands. Í verkum sínum ýtir Ólöf hversdagslegu efni út fyrir sitt hefðbundna hlutverk og varpar þannig óvæntu ljósi á kunnugleg sjónarhorn. Efnið sem hún notar hefur auk þess oft sögulega merkingu sem er mjög persónuleg. Ólöf býr og starfar á Siglufirði.

„Sýningaröð Gerðarsafns, SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR, heiðrar minningu Gerðar Helgadóttur, myndhöggvara og frumkvöðuls, en ferill Gerðar einkenndist af sköpunargleði og tilraunum með ólík efni og aðferðir. Listamennirnir, Magnús Helgason og Ólöf Helga Helgadóttir, nálgast einmitt sköpunina með framúrstefnulegri tilraunamennsku í hversdagsleg efni og óþrjótandi leik- og sköpunargleði. Þau nota ólíkan efnivið, oft á tíðum hversdagslega hluti sem settir eru í framandi og spennandi samhengi og biðla þannig til áhorfandans að slaka á rökhugsuninni og njóta áhyggjulaust.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Salurinn
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Menning í Kópavogi
06
okt
Salurinn
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Salurinn
08
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

09
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira