Þórdís Helgadóttir hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021

Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í 19. sinn í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 21. janúar. Þórdís Helgadóttir, heimspekingur og rithöfundur, hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021 fyrir ljóðið FASASKIPTI.

Í öðru sæti var Eyþór Árnason, sviðsstjóri og skáld, fyrir ljóðið Skrítnir dagar og í þriðja sæti var Una Björk Kjærúlf fyrir ljóðið Óvænt stefnumót. Að auki hlutu sjö ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Þar af voru þrjú ljóð eftir Eyþór Árnason, Gömul bylgjulengd, Maxím Gorkí og Vindmyllur, tvö ljóð án titils eftir Bjarna Bjarnason, ljóðið Hendur eftir Hauk Þorgeirsson og HEIMSÓKN eftir Hjört Marteinsson.  

331 ljóð barst í keppnina  í ár en ljóðin mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni höfundar. Dómnefnd skipuðu Ásta Fanney Sigurðardóttir, Eiríkur Ómar Guðmundsson og Kristín Svava Tómasdóttir.   

Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs sem fyrst var haldin árið 2012 en 202 ljóð bárust í keppnina og var dómnefnd sú sama. 

Þar hlaut 1. verðlaun Kári Rafnar Eyjólfsson, 5. bekk Álfhólsskóla fyrir ljóðið Englabróðir. Í öðru sæti var Árelía Ísey Benediktsdóttir, 5.bekk, Waldorfskólanum Lækjarbotnum og í þriðja sæti Rayan Sharifa, 8. bekk Álfhólsskóla. 
 
Ljóðaviðurkenningar hlutu Matiass Preiss, 6. bekk Waldorfskóla, Rökkvi Valsson, 10. bekk  Lindaskóla, Hildur Freyja Sigurðardóttir, 5. bekk Waldorfskólanum Lækjarbotnum, Sandra Mulamuhic Alensdóttir, 10. bekk í Álfhólsskóla, Evie Rós Guðmundsdóttir, 5. bekk Waldorfskólanum Lækjarbotnum, Katrín Hekla Magnúsdóttir og Marcelina Lapka 10. bekk   Lindaskóla og Bjarni Gunnlaugsson, 6. bekk Salaskóla. 

Ljóðin sem unnu til verðlauna og fengu viðurkenningar 2021

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira