22 verkefni styrkt úr sjóði Lista- og menningarráðs

22 verkefni af fjölbreyttum toga hlutu styrk úr sjóði lista- og menningarráðs Kópavogs að þessu sinni en 77 umsóknir bárust. Sjóðnum er ætlað að efla lista- og menningarlíf Kópavogsbæjar en úthlutað er úr sjóðnum árlega.

Fjölbreytt verkefni voru styrkt en að þessu sinni var við styrkúthlutun meðal annars horft til viðburða sem gætu farið fram víðs vegar um Kópavog. Sirkussýningar, söngskemmtanir, vegglistaverk, ljóðamálþing, brúðuleikhússmiðjur og þátttökutónleikar eru á meðal verkefna sem styrkt voru en hæsta framlagið, 3 milljónir, var veitt Menningarfélaginu Rebel Rebel. Rebel Rebel hefur um þriggja ára skeið staðið fyrir sýningahaldi í listrýminu Midpunkt við Hamraborg og mun á næsta ári standa öðru sinni fyrir listahátíðinni Hamraborg Festival í Hamraborginni.

„Markmið Hamraborg Festival er að fagna Hamraborginni, hinni einu sönnu borg á Íslandi. Með hátíðinni viljum við kanna það sem var í fortíðinni og það sem er í nútímanum. Bæði með því að rifja upp að á sínum tíma var Hamraborgin fæðingarstaður íslenska pönksins, og með því að benda á að í dag er mikil sköpunarkraftur í Hamraborginni sem á sínu stórsvæði hýsir ótal listamenn með eigin vinnustofur, verkstæði eða búðir, sem og sýningarstaði, söfn og tónleikasali.“ Snæbjörn Brynjarsson, Midpunkt.

Þá hlaut listahátíðin List án landamæra styrk að upphæð 1.500.000 vegna fyrirhugaðra viðburða hátíðarinnar í Kópavogi 2022. List án landamæra er árleg listahátíð sem var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra 2003 og hefur skapað sér mikilvæga sérstöðu sem vettvangur fyrir listsköpun fatlaðs fólks.

Sjóður lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar styður einnig við fjölmargar hátíðir og menningartengda viðburði og verkefni í Kópavogsbæ á borð við Ljóðstaf Jóns úr Vör, Barnamenningarhátíð, Vetrarhátíð, 17. júní, Tíbrá tónleikaröð í Salnum, tónverkasamkeppni Salarins, Gerðarverðlaun og stendur árlega fyrir vali á bæjarlistamanni Kópavogsbæjar.

Hér má sjá yfirlit yfir þau sem hlutu styrk úr sjóði lista- og menningarráðs Kópavogs að þessu sinni.

3.000.000 kr. styrkur
Menningarfélagið Rebel Rebel: Hamraborg Festival 2022.

1.500.000 kr. styrkur
List án landamæra listahátíð: Viðburðir hátíðarinnar í Kópavogi.

750.000 kr. styrkur
Íslenska einsöngslagið: Ár íslenska einsöngslagsins í Salnum í Kópavogi 2022.

500.000 kr. styrk
ir
Arnór Kári Egilsson: Náttúrugaflar og vegglistaverk í Kópavogi.
Daníel Sigríðarson: Sirkussýning í ólíkum hverfum Kópavogs.

400.000 kr. styrkir
Hallveig Kristín Eiríksdóttir o.fl: STAÐUR / STAÐUR, staðbundið sviðsverk
Snorri Rafn Hallsson o. fl: FLANERÍ KÓP. Hljóðvapp um Kópavog.
Tímaritið Són: Ljóðamálþing í Kópavogi.
Karlakór Kópavogs: Tónleikahald og hljóðritanir.
Kvennakór Kópavogs: Tónleikahald og dagskrá í tilefni 20 ára afmælis kórsins.
Samkór Kópavogs: Kórstarf og tónleikahald.

350.000 kr. styrkir
Hafsteinn Karlsson: Skráning á sögu sumarhúsabyggðar í Suðurhlíðum Kópavogs.
Íslenska Schumannfélagið: Tónleikaröð í Hörpu, Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og Salnum.
Sylwia Józefina Zajkowska: Smiðja í brúðuleikhúsgerð.

300.000 kr. styrkir
Hannes Þ Guðrúnarson: Þátttökutónleikar í Félagsmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi.
Skólakór Kársness: Uppskeruhátíð 2022.
Sögufélag Kópavogs: Myndgreiningarmorgnar á Héraðsskjalasafni Kópavogs.

250.000 kr. styrkur
Kolbeinn Jón Ketilsson og fl.: Tónleikar/listviðburður í Salnum.
María Magnúsdóttir: Jazztónleikar og tónleikaupptaka í fordyri Salarins.

200.000 kr. styrkur
Kristín Sigurðardóttir: Vinnustofuopnun og dagskrá í Auðbrekku á sumardaginn fyrsta.

150.000 kr. styrkur
Tónlistarhópurinn Tónafljóð: Barnaskemmtun fyrir alla fjölskylduna.

100.000 kr. styrkur
Sigrún Guðmundsdóttir: Listsmiðja í Auðbrekku.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
Feb
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

11
Feb
Salurinn
20:30

Katrín Halldóra

11
Feb
Bókasafn Kópavogs
13:00

Origamismiðja

15
Feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12:15

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

15
Feb
Héraðsskjalasafn Kópavogs
10:30

Myndgreiningarmorgunn

15
Feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

16
Feb
Salurinn
20:30

Friðrik Dór & Jón Jónsson

16
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:00

Lengi býr að fyrstu gerð

18
Feb
Bókasafn Kópavogs
10:30

Æfingin skapar meistarann

19
Feb
Salurinn
13:30

Mitt er þitt

19
Feb
Salurinn
20:00

Lars Duppler & Stefan Karl Schmid

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR