Þór Vigfússon hlýtur Gerðarverðlaunin 2021

Gerðarverðlaunin voru veitt þann 16.desember 2021 og féllu þau að þessu sinni í skaut Þór Vigfússyni myndlistarmanni.

Þór Vigfússon hlýtur Gerðarverðlaunin 2021 fyrir ríkulegt framlag sitt til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi.

Gerðarverðlaunin, sem nú voru afhent í annað sinn, eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk.

Á 45 ára ferli sínum hefur Þór víða komið við og ætíð fundið persónulega leið í listsköpun sinni en í rökstuðningi dómnefndar segir:

Verk Þórs hafa alla tíð legið á mörkum flatar og þrívíddar og í seinni tíð eru þau einföld á yfirborðinu; gerð úr gleri, plexigleri, speglum eða formica með einlitum hreinum flötum.

Þau hafa mörg einkenni minimalismans, eru tæknilega vel unnin og í þeim er oft falin stöflun, endurtekning eða samhverfa sem brotin er upp með hreinum litaflötum. Speglun verkanna virkar þannig að mörkin á milli flatar og þrívíddar verða óljós og breytast eftir afstöðu áhorfandans.

Önnur verkasería Þórs er allt að því alger andstæða þessara verka, en það eru flækjuskúlptúrar hans úr hreinum iðnaðarefnum, sem hann hnoðar saman og beygir og sveigir í mikla hnúta. Þessi ólíku verk Þórs Vigfússonar bera í sér sterk höfundareinkenni.

Verðlaunin eru veitt með stuðningi lista- og menningaráðs Kópavogsbæjar. Dómnefnd Gerðarverðlaunanna skipa Kristinn E. Hrafnsson, Svava Björnsdóttir auk Brynju Sveinsdóttur.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
24
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira