17. júní lagið

Gefið var út sérstakt hátíðarlag fyrir 17. júní 2022.

Gói, bæjarlistamaður Kópavogs, flytur 17.júní lag Kópavogsbæjar en þetta er í fyrsta sinn sem samið er lag í tilefni hátíðarhaldanna í Kópavogi. Í laginu segir hann frá hátíðarhöldunum sem eru á fimm stöðum í Kópavogi, við Menningarhúsin, Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn.

Eins og segir í laginu þá er líf og fjör í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn og enginn sem vill missa af hátíðarhöldunum. Gói samdi lag og texta, innblásinn af þeirri góðu stemningu sem ríkir í bænum 17.júní. Hann fékk svo börn úr skólakór Kársnesskóla til liðs við sig við flutninginn á laginu.

Hátíðarsvæðin í Kópavogi opna klukkan 12.00 þjóðhátíðardaginn þegar leiktæki og sölubásar taka til starfa. Milli 14.00 og 16.00 er boðið upp á hátíðardagskrá. Svæðin eru svo opin til 17.00. Þess má geta að ókeypis er í öll tæki og boðið upp á andlitsmálningu. Þá verða tvær skrúðgöngur, frá MK og Hörðuvallaskóla.

Hátíðarstjórar verða Villi naglbítur, Saga Garðars & Snorri Helgason, Lína langsokkur, Eva Ruza & Hjálmar Örn og Leikhópurinn Lotta. Meðal listamanna sem koma fram eru Bríet, Birnir, Hr.Hnetusmjör, Guðrún Árný, Reykjavíkurdætur og Regína og Selma.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

26
nóv
17
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur í Guðmundarlundi

07
des
15
des
Salurinn
20:00

Litlu jólin með Tvíhöfða

09
des
Gerðarsafn
13:00

Vetrarórói

09
des
Bókasafn Kópavogs
11:30

Mömmuskipti á Lindasafni

10
des
Salurinn
20:00

Jóladraumur í Salnum

10
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur í Guðmundarlundi

13
des
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

13
des
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

13
des
Bókasafn Kópavogs
16:00

Aðventutónleikar TK

16
des
Salurinn
15:00

Ljósið kemur

17
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur í Guðmundarlundi

20
des
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR