17. júní lagið

Gefið var út sérstakt hátíðarlag fyrir 17. júní 2022.

Gói, bæjarlistamaður Kópavogs, flytur 17.júní lag Kópavogsbæjar en þetta er í fyrsta sinn sem samið er lag í tilefni hátíðarhaldanna í Kópavogi. Í laginu segir hann frá hátíðarhöldunum sem eru á fimm stöðum í Kópavogi, við Menningarhúsin, Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn.

Eins og segir í laginu þá er líf og fjör í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn og enginn sem vill missa af hátíðarhöldunum. Gói samdi lag og texta, innblásinn af þeirri góðu stemningu sem ríkir í bænum 17.júní. Hann fékk svo börn úr skólakór Kársnesskóla til liðs við sig við flutninginn á laginu.

Hátíðarsvæðin í Kópavogi opna klukkan 12.00 þjóðhátíðardaginn þegar leiktæki og sölubásar taka til starfa. Milli 14.00 og 16.00 er boðið upp á hátíðardagskrá. Svæðin eru svo opin til 17.00. Þess má geta að ókeypis er í öll tæki og boðið upp á andlitsmálningu. Þá verða tvær skrúðgöngur, frá MK og Hörðuvallaskóla.

Hátíðarstjórar verða Villi naglbítur, Saga Garðars & Snorri Helgason, Lína langsokkur, Eva Ruza & Hjálmar Örn og Leikhópurinn Lotta. Meðal listamanna sem koma fram eru Bríet, Birnir, Hr.Hnetusmjör, Guðrún Árný, Reykjavíkurdætur og Regína og Selma.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR